Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál
Fréttir 17. júlí 2014

Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt upplýsingum Evrópumiðstöðvar sjúkdóma­varna ECDC látast um 25.000 Evrópubúar árlega vegna sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfin virka einfaldlega ekki til að meðhöndla sjúkdóma þessa fólks og þessi vandi fer ört vaxandi.

Bent hefur verið í þessu sambandi á ofnotkun sýklalyfja sem læknar ávísa og vegna mikillar notkunar á sjúkrahúsum og í heilsugæslu. Það sem hefur þó valdið sprengingu í áunnu ónæmi fólks fyrir sýklalyfjum er þó talið vera ofnotkun þeirra sem vaxtarhvata í landbúnaði víða um heim, aðallega við eldi á nautgripum, kjúklingum og svínum. Um 70 til 80% af öllum sýklalyfjum fara til notkunar í landbúnaði, að því er fram kom í umfjöllun danska blaðsins Politiken fyrir nokkru. Þá er sýklalyfjum gjarnan blandað í vatn eða fóður til að tryggja að dýrin haldi heilsu þar til þeim er slátrað. Þetta gerir það að verkum að mikið að sýklalyfjum verður eftir í kjötinu sem fólk neytir og þar með er fjandinn laus. Þessari aðferðafræði við eldi dýra hefur hins vegar ekki verið beitt á Íslandi.

Dýraheilbrigðisstofnun Banda­ríkjanna (The Animal Health Institute of America – AHI) hefur áætlað að án notkunar sýklalyfja og annarra vaxtarhvetjandi efna þyrfti að rækta aukalega 452 milljónir kjúklinga á ári í Bandaríkjunum til að anna eftirspurn. Þá þyrfti að auka framleiðsluna um 23 milljónir nautgripa og 12 milljónir svína af sömu ástæðu. Augljóst er því að gríðarleg notkun sýklalyfja og stera er fyrst og fremst efnahagslegt hagsmunamál kjöt- og lyfjaframleiðenda. Um leið er verið að búa til stórkostlegt heilsuvandamál fyrir almenning sem neytir afurðanna

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...