Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst á Íslandi og í Noregi
Fréttir 20. október 2016

Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst á Íslandi og í Noregi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ekkert lát er á óhóflegri notkun sýklalyfja í evrópskum landbúnaði. Það hefur m.a. leitt til ört vaxandi aukningar sýklalyfjaónæmra baktería sem berast í fólk. Staðan í íslenskum landbúnaði er eftir sem áður með því besta sem þekkist. Er hvergi notað minna af sýklalyfjum  í þessari grein á hvern grip en hér á landi og Noregi.
 
 
Salan á virkum fúkkalyfjum í 29 Evrópulöndum 2014 nam 8.176 tonnum og nærri 67% af því var notað í þrem löndum, þ.e. á Spáni, í Þýskalandi og á Ítalíu. Þetta má lesa út úr nýjusti skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu (European Medicine Agency – EMA). Hún ber titilinn „Sala sýklalyfja til dýralækninga í 29 Evrópulöndum 2014 – þróun á árunum 2011 til 2014.“
 
Sem fyrr er notkunin á Íslandi með því langminnsta sem þekkist. Fram kemur í skýrslunni að mest er notkun sýklalyfja í landbúnaði á Spáni. Þar er hún rúmlega 80 sinnum meiri mælt í milligrömmum á þyngdareiningu (mg/PCU) en á Íslandi. Inni í tölunum eru lyf sem blandað er í fóður sem fyrirbyggjandi varnir og sem vaxathvetjandi efni. Á Spáni er nær 70% af sýklalyfjunum blandað í fóður, eða 292,1 mg/PCU af 418,8 mg/PCU heildarmagni. Á Íslandi er talan 0, en 0.9% í Noregi. Langstærsti hluti þess litla sýklalyfjamagns sem  hér er notað er beitt ef dýr veikjast og er þá gefið með sprautum í samráði við dýralækna. Það eru 4,5 mg/PCU á meðan Spánverjar eru að nota 17,2 mg/PCU af sprautulyfjum auk gríðarlegs magns annarra lyfjaforma. 
 
Þegar skoðuð er sala á lyfjum í sprautuformi eingöngu, er hlutfallið á grip hæst í Króatíu og næsthæst á Ítalíu. Síðan kemur Spánn, Kýpur, Eistland, Danmörk og Frakkland. Salan á sprautulyfjum er hins vegar hlutfallslega lægst í Noregi og síðan á Íslandi og í Austurríki. 
 
Hin mikla sýklalyfjanotkun í Evrópu sem fram kemur í úttekt  EMA sýnir að ekki hefur verið brugðist við viðvörunum læknasamtaka um nauðsyn þess að draga úr sýklalyfjanotkun. Þeir hafa varað við afleiðingunum sem er mikil aukning  lyfjaónæmra baktería eins og MRSA. Þegar sýklalyfjaónæmar bakteríur berast í fólk er voðinn vís. Veldur þetta ört vaxandi vanda á sjúkrahúsum og fjölgar hratt í þeim hópi sem læknar hafa engin úrræði til að bjarga. Tugir þúsunda látast nú árlega í Evrópu vegna sýkinga sem ekki er hægt að ráða við með sýklalfjum. 
 
Að vísu minnkað notkunin sýklalyfja í landbúnaði örlítið frá 2011 til 2013, en frá 2013 til 2014 jókst hún á ný um 7,5%. Bent hefur verið  á að vegna ástandsins sé farið að nota mun meira af sterkum lyfjunum eins og colistin macrolides. Það eru svokallað lokaúrræðalyf til að reyna að drepa ofursýkingar í fólki. Eins hefur sala á nýjasta lyfinu fluoroquinolones aukist en það er m.a. notað við lífshættulegri lungnabólgu. Athygi vekur að þau lönd sem mest nota af sýklalyfjum eru þau sömu og framleiða megnið af kjötinu sem flutt er til Íslands. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...