Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sýking ógnar bananarækt í Mið-Ameríku
Fréttir 4. maí 2016

Sýking ógnar bananarækt í Mið-Ameríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppur sem kallast Fusarium oxysporum og veldur sýkingu í bananaplöntum ógnar bananarækt í latnesku Ameríku. Sýkingin hefur lengi herjað á bananaplöntur í Asíu en hefur nú borist yfir hafið til Mið-Ameríku.

Áhyggjur af sýkingunni eru svo miklar að Alþjóðlega bananaráðstefnan sem halda átti í Kostaríka var flutt til Miami á Flórída í Bandaríkjunum á síðustu stundu. Ráðstefnan var flutt til að minnka líkur á að þátttakendur gró sveppina og sýkinguna til Kostaríka með skófatnaði.

Bananar eru helsta útflutningsvara Kostaríka og reyndar fleiri ríkja í Mið-Ameríku og löndin helsta uppspretta banana sem seldir eru í Evrópu. Fjárhagslegt tap landanna í Mið-Ameríku getur því orðið gríðarlegt breiðist sýkingin út þar.

Síðasti bananinn

Fyrir um það bil ári var frétt í Bændablaðinu með fyrirsögninni Síðasti bananinn. Þar segir að vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum kallast Cavendish og hafi átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir því er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.

Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda. Í yfirlýsingu frá FAO – Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að kostnaður við að bjarga yrkinu sé að minnsta kosti 47 milljónir Bandaríkjadalir, um 6,3 milljarðar íslenskra króna.

Hröð útbreiðsla

Sveppurinn sem kallast Fusarium oxysporum hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu, Taívan og Ástralíu. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan þá hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni.

Sveppsins hefur nú orðið vart í Mið-Ameríku og hætta er talin á að hann breiðist hratt út og eigi sýking af hans völdum eftir að valda miklum skaða og fjárhagstjóni.

Yrkið Cavendish, sem sveppurinn sækir aðallega á, þykir bragðgott og auðvelt í flutningum vegna þess hvað það geymist lengi. Yrkið er það eina sem margir Vesturlandabúar hafa smakkað. Cavendish hefur verið ríkjandi á markaði frá 1950 þegar yrkið Gros Michel dó út vegna annarrar Fusarium-sýkingar. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...