Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Syðri-Fljótar
Bóndinn 26. maí 2016

Syðri-Fljótar

Kristín og Brandur keyptu jörðina Syðri-Fljóta 1. apríl 1998 af hjúkrunarheimilinu Klausturhólum. Þá voru hér 59 kindur. Búið er að taka allt í gegn og byggja hesthús og reiðhöll. 
 
Býli:  Syðri-Fljótar.
 
Staðsett í sveit: Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum 2 börn; Svanhildi að verða 16 ára og Lárus að verða 10 ára. Við eigum tíkina Heru frá Laugardælum og köttinn Snældu frá Keldudal.
 
Stærð jarðar? Jörðin er 4.200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og tamningastöð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 430 kindur og um 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Sex mánuði á ári byrjar dagurinn á gegningum, síðan er verið í hesthúsinu allan daginn. Börnin segja að við séum í hesthúsinu alla daga. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf mjög  skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipaðan.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum fylgst alltof lítið með félagsmálum bænda en erum mjög fegin að einhver vilji taka þau að sér.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef verslunin í landinu fær ekki öllu stjórnað í landinu og einokar ekki fjölmiðla og ef ríkið færi nú að auglýsa allar eyðijarðirnar í Meðallandi til leigu þá yrði nú líf í kringum okkur. Það hefur orðið alveg ótrúlegur dráttur á því og hver vísar á annan í þeim málum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Höldum að það ætti að byrja á því að markaðssetja lambakjötið fyrir alla ferðamennina sem eru að koma til landsins.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? AB mjólk, undanrenna, fjörmjólk, ostur og smjör. Erum að reyna að styrkja beljubændurna.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimaslátrað lamba- og ærkjöt, grillað eða steikt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Kristín var valin í landsliðið í hestaíþróttum og öll fjölskyldan fór til Danmerkur á HM til að fylgja henni og Þokka þar sem þau urðu heimsmeistarar í tölti. Það var geggjað gaman.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...