Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svo kom „hverfipállinn“ til sögu
Mynd / Ólaftur Guðmundsson
Á faglegum nótum 3. ágúst 2021

Svo kom „hverfipállinn“ til sögu

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Áhöld til jarðvinnslu voru í fyrstu ekki flókin; ef til vill aðeins skeftur spaði, eins og sá sem við þekkjum sem pál úr íslenskri verkfærasögu. Einhverjum datt svo í hug að raða urmli slíkra spaða á einn og sama öxulinn.

Þá var komið veltiherfi. Með tilkomu aflvéla mátti svo knýja spaðasettan öxulinn til snúnings og þá var fenginn sá sem kalla hefði mátt „hverfipál“ – en við þekkjum í dag sem jarðtætara. Stórlega einfölduð þróunarsaga.

Þúfnabaninn sæli var vélknúinn jarðtætari, sá fyrsti sem Íslendingar kynntust. Á fjórða áratugnum var kynntur jarðtætari „mjög hugvitsamlega tengdur FORDSON-dráttarvélinni“, eins og umboðsmaðurinn, P. Stefánsson, auglýsti. Lítil áhrif hafði tætarinn sá þó á gang ræktunarsögunnar hérlendis.

Með tilkomu vökvastýrðs þrítengis og aflúttaks á dráttarvélum opnuðust ýmsir möguleikar til nýrrar hönnunar verkfæra við þær. Enska fyrirtækið Rotary Hoes Ltd í Essex hóf að smíða aflknúna jarðtætara á grundvelli uppfinningar stofnanda síns, A. C. Howard, frá árinu 1912.

Heildverslunin Hekla hf. hlut­aðist til um innflutning tveggja jarðtætara frá fyrirtækinu sumarið 1954 og hóf Verkfæranefnd þá um haustið athuganir á notagildi þeirra. Annar tætararinn var tengdur aftan í beltavél, IHC TD 6, en hinn hafði verið smíðaður fyrir Ferguson-dráttarvél. Tætararnir voru reyndir á ýmsum gerðum lands og jarðvegs. Álit Verkfæranefndar að loknum athugunum var „að jarðtætarar séu hentugir til þess að vinna land, sem legið hefur í plógstrengjum 1-2 ár. Þeir fínmylja jarðveginn og mynda [góðan sáðbeð].“

Margir hrifust af vinnubrögð­um jarðtætaranna og í hönd fór blóma­skeið þeirra í jarðvinnslusögunni. Það ýtti líka undir kaup bænda á þeim að víða voru nú að koma heimilisdráttarvélar sem tætararnir hentuðu vel við. Plógar og hefðbundin herfi lentu í nokkrum skugga. Brátt kom þó í ljós að auðvelt var að misnota jarðtætarana og að þeir áttu ekki við allar gerðir jarðvegs; með þeim mátti jafnvel spilla byggingu jarðvegsins, t.d. mýrajarðvegs, svo áhrif gat haft á grassprettu og endingu sáðgresis í nýræktum.

Hér er líklega verið að kynna jarðtætara árið1957 (Agrotiller); ekki að undra að menn hrifust af sáðbeðinum sem hann skilaði.

En menn lærðu af reynslunni og þeim fáu rannsóknum sem gerðar voru. Hefðbundir jarðtætarar, en í þeim flokki urðu Howard og Agrotiller vinsælastir framan af, hurfu en „hverfipálarnir“ þróuðust yfir í aðrar gerðir aflknúinna jarðvinnslutækja, svo sem þá sem þessi árin kallast í daglegu tali „pinnatætarar“ og eru úr þeim flokki sem enskir nefna power harrows og rotary harrows – úr flokki „hverfiherfa“ (!)

Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey 1933 á Fordson-dráttarvél með jarðtætara.

Bjarni Guðmundsson

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...