Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svissneskur marengs og íslenskar skyrkleinur
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 24. október 2016

Svissneskur marengs og íslenskar skyrkleinur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Girnilegri verða þeir varla eftirréttirnir en þessir litlu marengstoppar sem dýft er í súkkulaði.   
Hér er líka boðið upp á rammíslenskar skyrkleinur sem eru orðnar víðfrægar og koma úr smiðju Smurstöðvarinnar í Hörpu.
 
Svissneskur marengs hjúpaður í súkkulaði
  • 210  g eggjahvítur
  • 310 g flórsykur
  • 200 g súkkulaði að eigin vali
  • Súkkulaðiperlur til skrauts
Setjið eggjahvítu með flórsykri í skál úr  ryðfríu stáli.
Settu skálina yfir pott með heitu vatni (55 til 60 gráður) og þeytið þar til hún þykknar.
Þeytið í hrærivél eða með rafmagnsþeytara þar til áferðin á marengsinum er orðin góð. Setjið í poka með um 15 millimetra stút í þvermál og sprautið í toppa á smjörpappír.
Bakið í ofni við 100 gráður í tvær klukkustundir.
Húðið marengs með bræddu súkkulaði og stráið skrautkúlum yfir til skrauts (má sleppa). 
Njótið svona eða framreiðið með ís.
 
 
Skyrkleinur 
  • 4 egg
  • 1½ bolli sykur 
  • 150 g smjör
  • 1½ bolli súrmjólk eða skyr 
  • 1½ bolli mjólk
  • ½ tsk. Salt 
  • 1½ tsk. kardemommur 
  • 2–3 tsk. vanilludropar 
  • 4 tsk. lyftiduft 
  • ½ tsk. hjartarsalt 
  • ½ tsk. sódaduft. 
  • 1–1,2 kg hveiti eftir þörfum
Aðferð
Egg og sykur þeytt saman  Bræddu smjöri bætt saman við. 
Þá er skyri (eða súrmjólk) bætt við og mjólk, salti,  kardemommum og vanilludropum einnig. 
Svo er lyftidufti, hjartarsalti og sódadufti bætt saman við og svo er hveitinu hrært saman við þangað til réttri þykkt á deiginu er náð.
Ábending til þeirra sem eru að steikja kleinur í fyrsta sinn:
Fyrst þegar ég bakaði þessa uppskrift þá byrjaði ég með deigið aðeins of þunnt og lenti í vandræðum en það er um að gera að setja bara nógu mikið hveiti til að deigið klessist ekki og fletja það ekki of þunnt út. 
Athuga líka að hræra það ekki of mikið eftir að hveitið er sett í, svo að kleinurnar verði ekki of seigar.
Steikið í meðalheitri olíu og borðið helst strax. Deigið geymist í frysti og má steikja eftir hendinni.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...