Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svipmyndir úr fundaferð
Fréttir 8. september 2022

Svipmyndir úr fundaferð

Höfundur: Höskuldur Sæmundsson

Stjórn og starfsfólk Bændasamtaka Íslands ásamt fulltrúum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) lögðu land undir fót og héldu bændafundi hringinn í kringum landið undir yfirskriftinni „Samtal um öryggi“ dagana 22.–26. ágúst sl.

Var þetta annað árið í röð þar sem svona ferð er farin og mættu mörg hundruð bændur á þá ellefu fundi sem haldnir voru víðs vegar um landið.

Yfirskrift ferðarinnar vísaði til afkomuöryggis bænda, fæðuöryggis og matvælaöryggis enda bændur mikilvægur hlekkur í afkomu þjóðar. Almennt var andinn góður á fundum og voru skoðanaskipti og umræður hreinskilnar eins og bænda er siður.

Stiklað var á stóru eins og tími og umfang leyfði og má þar helst nefna umræður um búvörusamninga, samningsmarkmið og ferlin fram undan, umræður um afurðaverð og afkomu bænda, nýliðun í landbúnaði, umhverfismál, gripagreiðslur og húsnæðismál Bændasamtakanna, svo eitthvað sé nefnt. Helsti ávinningur þessarar ferðar var þó að stjórn og starfsfólk BÍ fékk tækifæri til að hlusta á og ræða við bændur. Slíkt þéttir raðirnar og vilja starfsmenn Bændasamtakanna þakka bændum sérstaklega fyrir brýningar, hvatningu og stuðning sem þeir fundu glögglega fyrir. Hér má finna svipmyndir frá fundunum.

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...