Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem haldin var á Hótel Selfossi þann 23. nóvember síðastliðinn.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Áskoranir og tækifæri í landbúnaði og fagnað var áratuga starfsafmæli ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem sett var á laggirnar 1. júní árið 2013. Dagskráin innihélt fjölbreytt erindi og fyrirlestra, til að mynda um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu, gervigreind og samfélagsmiðla, byltingu í sauðfjárrækt og nautgriparækt, próteinframleiðslu framtíðarinnar, áherslur í jarðrækt og loftslagsvænan landbúnað.

Með 20. tölublaði Bændablaðsins fylgdi sérblað tileinkað afmælishátíðinni sem starfsfólk RML hafði veg og vanda af. Í því er hægt að glöggva sig á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar og innihaldi nokkurra erinda sem flutt voru á afmælishátíðinni.

RML er ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og tengdum greinum. Allir bændur landsins eiga kost á ráðgjöf RML án tillits til búsetu. Þá fer RML með framkvæmd tilgreindra sameiginlegra verkefna samkvæmt lögum í umboði Bændasamtaka Íslands.

11 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...