Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á fimmtán prósent danskra svínabúa er nær helmingur svínanna.
Á fimmtán prósent danskra svínabúa er nær helmingur svínanna.
Mynd / News Oresund – Wikimedia Commons
Utan úr heimi 15. maí 2023

Svínum fækkar í Danmörku

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2022 fækkaði dönskum svínum um sex prósent, samanborið við árið áður. Á sama tíma fækkaði svínabúum um sjö prósent.

Þar með helst meðalstærð danskra svínabúa nær óbreytt milli ára. Frá þessu greinir hagfræðistofnun Danmerkur, Danmarks Statistik.

Fjöldi svína í landinu árið 2022 voru 12,4 milljónir á 2.399 svínabúum. Samanborið við árið 2012, þá er svínafjöldinn í landinu nær óbreyttur, en búum hefur fækkað um nær 2.000. Inni í þessum tölum eru gyltur, geltir, smágrísir og sláturgrísir.

Undanfarin ár hefur meðalstærð eininga í danskri svínarækt stækkað með innkomu stórra búa. Dönsk svínabú eru að meðaltali með tæp 5.200 svín, samanborið við 2.900 svín árið 2012. Árið 2012 voru einungis fjögur prósent búa með yfir 10.000 einstaklinga, á meðan hlutfallið í dag er að nálgast 15 prósent, eða 348 bú. Á þessum stóru búum eru 47 prósent danskra svína.

Ástæða þessarar fækkunar er rakin til versnandi afkomu danskra svínabænda. Þó afurðaverð til bænda hafi hækkað um níu prósent, hefur verðið á fóðri hækkað enn meir, eða um 32 prósent. Innrás Rússa í Úkraínu orsakar þessa miklu hækkun á korni.

Danska hagfræðistofnunin kemur sérstaklega inn á aukna sérhæfingu búa í landinu. Danir hafa verið með þá sérstöðu að húsdýr af mismunandi tegundum eru gjarnan á sömu búunum – jafnvel í sömu útihúsunum. Árið 2002 var 11,3 prósent búa bæði með kýr og svín, á meðan í dag eru búin 400, sem svarar til 2,6 prósent.

Skylt efni: Svínarækt | svínabú

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f