Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svínapest í Skandinavíu
Utan úr heimi 1. nóvember 2023

Svínapest í Skandinavíu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrsta tilfelli afrísku svínapestarinnar greindist í Svíþjóð 6. september. Smitleið er óljós.

Sóttin greindist í villisvínum en hefur ekki borist enn inn á bú. Þetta er alvarlegur vírussjúkdómur sem drepur svín á nokkrum dögum, en berst ekki yfir í menn. Ekki er enn ljóst hvernig pestin barst til Svíþjóðar, en hún getur meðal annars borist með sýktu kjöti, klæðnaði og öðrum búnaði. Stjórnarráð Svíþjóðar greinir frá.

Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað undanfarin ár vegna fyrirsjáanlegrar hættu á útbreiðslu sóttarinnar til Svíþjóðar. Þar til gerð yfirvöld ásamt samtökum veiðimanna vinna að því að kortleggja útbreiðslu smitsins.

Aðgangur að sýktum svæðum verður heftur, sem þýðir að ekki má dvelja þar, tína sveppi eða ber, veiða, höggva skóg eða stunda útivist.

Í fréttatilkynningu Matvælastofnunar (MAST) um málið segir að engin lækning sé við sjúkdómnum en að hægt sé að verjast honum með bóluefnum. Veiran lifir lengi í frosnu og þurrkuðu kjöti og getur dreifst yfir í svín komist þau í sýkt matvæli. MAST vill af þessu tilefni árétta mikilvægi sóttvarna, en í leiðbeiningum um efnið er meðal annars sagt að ekki skuli gefa búfénaði matarleifar – óháð því hver uppruninn sé.

Þá skulu þeir sem hafa komist í snertingu við búfé erlendis bíða í tvo sólarhringa áður en þeir heimsæki svínabú. Helstu einkenni afrískrar svínapestar eru hár hiti, minnkuð matarlyst, litabreytingar á húð og skyndilegur dauði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...