Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Svínakjötsskandall í Danmörku
Fréttir 2. maí 2018

Svínakjötsskandall í Danmörku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega komst upp um danskan kjötsala sem hefur selt framleiðslu sína sem afurðir af  grísum sem velferðargrís þrátt fyrir að um hefðbundið grísaeldi væri að ræða.

Á skömmum tíma hefur komist upp um tvö kjötmisferli í Danmörku. Í febrúar síðastliðinn komst upp að kjötsalinn Genz Kød hafi selt mikið magn af suður-amerísku nautakjöti sem innlenda framleiðslu.

Nú hefur komið í ljós að sami kjötsali hefur verið að selja veitingahúsum í Kaupmannahöfn mörg tonn af grísakjöti sem kjöt af svokölluðum velferðargrísum, þrátt fyrir að um hefðbundið eldi hafi verið að ræða.

Velferðargrís eru þeir grísir sem sagðir eru njóta betri umönnunar en grís í hefðbundnu eldi og margir eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir í nafni dýravelferðar.

Matvælaeftirlit Danmerkur hefur farið fram á að Genz Kød viðurkenni svindlið og að málið verði rannsakað sem sakamál.

Skylt efni: Danmörk | svínakjöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...