Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann
Mynd / bbl
Fréttir 12. maí 2018

Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann

Bændablaðið greindi frá því á dögunum að félög svína-, eggja- og kjúklingabænda hygðust ráða sameiginlegan framkvæmdastjóra. Í fréttinni var vísað til orða Ingva Stefánssonar, formanns Félags svínabænda, á aðalfundi þeirra.  

Í kjölfar birtingar fréttarinnar sendi Ingvi blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu sem hér er birt orðrétt og í heild sinni: 

„Í Bændablaðinu sem gefið var út þann 9. maí sl. voru fluttar fréttir af aðalfundi félags svínabænda. Í ræðu undirritaðs sem vitnað var í kom m.a. eftirfarandi fram....“að óskað hafi verið eftir því á síðasliðnu sumri að þessi búgreinafélög (eggja-, kjúklinga- og svína) myndu ráða sér sameiginlegan framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri yrði jafnframt talsmaður þessara búgreina“. Hið rétta er að eggja-, og kjúklingabændur hafa nú þegar sinn eigin framkvæmdastjóra. Þannig var rangt af undirrituðum að nota orðið framkvæmdastjóri og réttara hefði verið að nota eingöngu orðið talsmaður eða upplýsingafulltrúi. Hafa hlutaðeigandi aðilar verið beðnir afsökunar á þessu orðavali. Það leiðréttist hér með.

Virðingarfyllst, Ingvi Stefánsson
Formaður Félags svínabænda“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...