Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kúalubbi.
Kúalubbi.
Mynd / Vilmundur Hansen
Á faglegum nótum 27. ágúst 2014

Sveppir og sveppatínsla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ef safna á sveppum til átu er mikilvægt að vanda valið og neyta aldrei sveppa sem ekki hafa verið greindir og hæfir til neyslu. Þrátt fyrir að hér á landi vaxi fáir eitraðir sveppir er aldrei of varlega farið og óþarfi að fara út í tilraunastarfsemi.

Dæmi um sveppi sem klikka ekki og got fyrir byrjendur í sveppatínslu að þekkja eru kóngssveppur, kúalubbi, furu- og lerkisveppur.

Kóngssveppur
Ber nafn með rentu þar sem hann ber höfuð og herðar yfir flesta aðra sveppi bæði hvað varðar stærð og bragð. Sjaldgæfur en finnst í skógum og kjarri um allt land. Þar sem kóngssveppur vex á annað borð er yfirleitt allmikið af honum.

Í Svíþjóð kallast kóngssveppurinn Karl Jóhann í höfuðið á Karli Jóhanni sem var kóngur þar 1763 til 1844. Kóngur þessi var franskættaður og hafði mikið dálæti á sveppum og þá sérstaklega kóngssveppnum og er sagt að Karl hafi innleitt sveppaát til Svíþjóðar og Norðurlanda.

Kóngssveppur er þybbinn pípusveppur. Stafurinn er yfirleitt stuttur, en getur orði 20 sentímetra langur. og gildastur neðst. Hatturinn allt að 25 sentímetrar í þvermál. Ljós- yfir í dökkbrúnn að lit og með matta og þurra áferð þurr, en glansandi þegar hann er blautur. Holdið er hvítt.

Stærsti kóngssveppur sem fundist hefur hér á landi fannst Sauraskógi í Helgafellssveit árið 2003 og vó 3,58 kíló.

Kúalubbi
Algengur um allt land og vex með birki og fjalldrapa. Ágætur matsveppur ef hann er ekki maðkétinn. Stafinn má þó vel nýta ef maðkur er í hattinum.

Pípusveppur. Hatturinn 4 til 20 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Mattur og ljós og yfir í dökkbrúnn að lit. Hatturinn yfirleitt þurr viðkomu. Stafurinn hvítur um 10 til 20 sentímetra hár og mjókkar upp. Kragalaus. Holdið hvítt og þétt á ungum sveppum en verður svampkennt með aldrinum.

Furusveppur – Smjörsveppur
Fylgir furutrjám og vex oft mikið af honum lengi sumars og fram á haust. Bestir eru ungir stinnir sveppir. Góður matsveppur.

Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Hatturinn súkkulaðibrúnn á ungum sveppum en gulbrúnn á þeim eldri. Hatturinn mjög slímugur og dökkur í röku veðri en glansandi og ljósbrúnn í þurru. Pípurnar gular í fyrstu en fölna með aldrinum. Stafurinn stuttur, um 4 sentímetrar. Hold stafsins er hvítt og þéttara en í hattinum.

Lerkisveppur
Mest er af honum á austur- og norðurlandi þar sem lerki þrífst betur en annarsstaðar á landinu. Er auðþekktur á skærgulum og rauðgulum lit þar sem hann vex í kringum lerki.

Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetra hár. Hvelfdur i fyrstu en fletts út með aldrinum. Í fyrstu er hatturinn rauðgulur eða appelsínugulur að lit en verður síðan gulur eða jafnvel skærgulur. Slímugur í bleytu. Pípurnar skærgular í fyrstu 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...