Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.
Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.
Líf og starf 7. janúar 2015

Sveitarómantíkin einkennir Glösin „Fjölskyldan mín“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Glös sem bera heitið Fjölskyldan mín eru nú aftur fáanleg í verslunum eftir nokkurra ára hlé. Þau  samanstanda af ömmu, afa, móður, föður, strák og stelpu og eiga sér dyggan hóp aðdáenda að sögn hönnuða þeirra, Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur og Dagnýjar Kristjánsdóttur.
 
Þær stöllur hafa fengið fyrirspurnir um hvort glösin komi ekki á nýjan leik í sölu, enda stækka fjölskyldur og margir vilja þá stækka glasasafn sitt í leiðinni.
 
Glösin komu fyrst á markað árið 2005 og nutu fádæma vinsælda. Þær Ingibjörg og Dagný eru gamlar vinkonur úr Versló. Dagný er margmiðlunarhönnuður frá Teknisk Akademia SydKolding og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ingibjörg er grafískur hönnuður útskrifuð frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur haldið sig á hönnunarbrautinni og er ein af okkar þekktustu hönnuðum og rekur fyrirtækið IHANNA HOME. Af hennar þekktustu verkum má nefna krummaherðatré og Ekki rúdolf snaga.
 
Þar sem þær stöllur sneru sér að öðrum hugðarefnum ákváðu nákomnir ættingar að taka að sér að sjá um framleiðslu og dreifingu glasanna í samstarfi við þær. Fyrirtækið sem sér um dreifinguna er fjölskyldufyrirtæki sem heitir Living Iceland. Jafnframt hafa nýjar vörur bæst við, servéttur og gjafakort. Karafla er einnig á teikniborðinu.
 
Þrá eftir gömlum góðum gildum
 
Um glösin segir í tilkynningu:  „Fjölskyldan mín er sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda. Þjóðbúningurinn, torfbærinn, húsdýrin og sveitin fagra tengja okkur fortíðinni og rótum okkar. Það má finna ákveðna fortíðarþrá í glösunum. Þrá eftir gömlum góðum gildum þegar allt var í föstum skorðum. Kvöldmatur var alltaf klukkan sjö á kvöldin og allir borðuðu og spjölluðu saman. Glösin er upplagt að nota í slíkar samverustundir, þar sem allir eiga sitt ákveðna glas.“
 
Markmiði að höfða til allra
 
Glösin eru hönnuð með það að markmiði að höfða til allra, bæði ungra sem aldinna. Þess vegna eru þau litrík og glaðleg. Sveitarómantíkin sem einkennir þau, íslensku húsdýrin og íslenski fáninn gera þau þjóðleg og því eru þau tilvalin gjafavara eða minjagripir fyrir erlenda vini eða ferðalanga.
Glösin eru framleidd í Þýskalandi. Það er prentað á glösin um leið og þau eru búin til og þannig nást mikil gæði. 

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...