Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Höfundur: Katrín Andrésdóttir og Margrét Jónsdóttir

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til við rölt á netinu, nánara útlit og úrtaka var hönnuð í samvinnu höfunda og litaval og samsetning þeirra einnig. Hugmyndir geta komið víða að, úr okkar nærumhverfi og því sem við notum dagsdaglega. Nú eru vinsælar svokallaðar ,,Lumber Jackets” eða skógarhöggsmannaúlpur. Kaflarnir í húfunni eru eins og á þeim mörgum og töff að eiga eins húfu og jakka. Það er því um að gera að líta í kringum sig til að fá hugmyndir, þær geta verið skammt undan og stundum þar sem síst má eiga von á þeim. Húfan er fljótprjónuð og alveg hægt að gera nokkrar og setja í jólapakka. Hún dugar vel í vetrarkuldanum þessi.

Ein stærð, fullorðins.

Auðvelt er að stækka eða minnka húfuna, hægt að nota stærri eða minni prjóna eða fjölga lykkjum eða fækka, en 8 lykkjur eru í hverju mynstri. Ef húfan á að vera grynnri, þá er einni mynsturlínu sleppt.

Efni og áhöld:
50 g tvöfaldur Þingborgarlopi í sauðalit og 2 litir litaður Þingborgarlopi, Slettuskjótt 50 g af hvorum. Með tvöföldu stroffi er húfan u.þ.b. 75 g að þyngd, þannig að aðeins þarf að bæta við aðallitinn til að eiga efni í tvær húfur.

4.5 mm og 6 mm 40 sm langir hringprjónar, 6 mm sokkaprjónar, saumnál til að ganga frá endum. Eins er hægt að nota lengri hringprjóna og nota „magic loop“ aðferðina alla leið.

Aðferð:
Húfan er prjónuð í hring. Þegar lykkjum fækkar eftir seinni úrtöku eru sokkarprjónarnir notaðir.

Fitjið upp 80 lykkjur á 4.5 mm hringprjóninn. Prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar 12 sm. Eins má stroff vera 1 slétt og 1 brugðin lykkja, allt eftir smekk. Svo er hægt að hafa stroffið einfalt og prjóna það 6 sm. Skiptið yfir á 6 mm hringprjóninn og prjónið mynstur eftir teikningu. Takið úr eins og sýnt er.

Þegar úrtöku er lokið er gengið frá í toppinn eins og lýst er á mynsturblaði.

Þvoið húfuna í höndunum með volgu vatni og mildri sápu, skolið með hreinu vatni og kreistið það vel úr og leggið til þerris.

Hér að neðan er dæmi um hversu vel húfan nýtist við leik og störf. Frágangur á kollinum er sýndur og ýmis tilbrigði að lit. Síðasta myndin er af jakka sem gaf höfundum hugmynd að mynstrinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...