Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn segist ekki hafa slátrað lömbunum og Matís eigi að teljast sakborningur
Fréttir 23. janúar 2020

Sveinn segist ekki hafa slátrað lömbunum og Matís eigi að teljast sakborningur

Höfundur: smh

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, segir í málsvörn sinni gegn ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í svokölluðu örslátrunarmáli að hann hafi ekki slátrað sjálfur lömbunum og því sé það hans krafa að hann verði sýknaður af öllum sakargiftum.

Sveinn skilaði inn greinargerð til Héraðsdóms Norðurlands vestra þriðjudaginn 14. janúar, en hann kaus að verja sig sjálfur.

Var Sveinn ákærður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir, fyrir að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Nánar tiltekið var gripunum slátrað á bænum Birkihlíð í Skagafirði í september 2018, í samræmi við örslátrunartillögur Matís.

Slátraði ekki lömbunum í tilraunaverkefninu

Í vörnum Sveins kemur fram að hann hafi ekki slátrað umræddum gripum til dreifingar og neyslu. Ákæran byggi á þeim grunni að Sveinn hafi gerst brotlegur við fyrstu málsgrein fimmtu greinar laga um slátrun og sláturafurðir. Þar segir að „Sláturdýrum, sem slátra á til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innan lands, skal slátra í löggiltum sláturhúsum. Kæling og frysting afurðanna skal fara fram í viðurkenndum kælum og frystum og geymsla þeirra í viðurkenndum kæligeymslum og frystigeymslum.“

Þar sem hann hafi ekki gerst brotlegur við þetta ákvæði beri að sýkna hann af þeirri ákæru sem gefin hefur verið út.

Eðlilegt að Matís teljist sakborningur

Sveinn segir enn fremur að hann hafi verið forstjóri opinbers hlutafélags (Matís) þegar meint brot átti sér stað og hafi sem starfsmaður og forsvarsmaður þess haft skyldum að gegna í þessari tilraun, enda hlutverk Matís að standa að nýsköpun í landbúnaði. Öryggi sláturafurðanna hafi verið tryggt með víðtækum örverumælingum, mun ítarlegri en sláturleyfishafar gera, og áhætta verið langt undir viðmiðunarmörkum.

Þá hafi hvert lamb verið heilbrigðisskoðað (af bónda), sem séu nákvæmari vinnubrögð en eigi sér stað í hefðbundinni slátrun. Hann segir að telji ákæruvaldið að um brot sé að ræða hefði verið eðlilegra að lögaðilinn Matís teldist sakborningur. Vísar Sveinn til 27. greinar laga um meðferð sakamála (2008 nr. 88) í því sambandi þar sem ákvæði eru um sakborninga.

Allra gagna um tilraunina verði aflað hjá Matís

Leggur Sveinn fram þá kröfu að allra gagna um tilraunina verði aflað hjá Matís. Enn fremur að hann verði sýknaður af öllum sakargiftum og að sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð.

Ákæruvaldið hefur frest til 4. febrúar til að bregðast við greinargerð Sveins og verður í framhaldinu ákveðin dagsetning munnlegs málflutnings fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...