Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svartþröstur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 28. júní 2022

Svartþröstur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Svartþröstur er orðinn algengur varpfugl á Suðvesturlandi, einna helst í þéttbýli. Karlfuglinn er alsvartur með skærgulan gogg og augnhring. Kvenfuglinn er hins vegar dökkbrúnn, með ljósar rákir á bringu.

Fyrir síðustu aldamót var svartþröstur fremur sjaldgæfur varpfugl og þekktist einna helst sem haust- og vetrargestur. Upp úr aldamótum byrjaði honum að fjölga talsvert. Nú er áætlað að hér séu nokkur þúsund varppör og hefur hann hægt og rólega verið að dreifa sér um landið. Svartþrestir eru einstaklega duglegir varpfuglar en fyrstu karlfuglana má heyra syngja seinni hluta febrúar. Varpið byrjar síðan í mars og er ekki óalgengt að svartþrestir nái að verpa þrisvar jafnvel fjórum sinnum yfir sumarið. Ófleygir ungar hafa fundist alveg fram í september, þetta er því langur tími og getur afkastageta þeirra verið nokkuð góð. Svartþrastarungar líkt og aðrir spörfuglsungar fara fljótlega úr hreiðrinu að kanna heiminn. Það er ekki óalgengt að sjá ófleyga unga sitja á jörðinni eða á trjágreinum. Þeir virðast kannski vera umkomulausir en foreldrar þeirra þurfa kannski að sinna 3-4 ungum á mismunandi stöðum í einu. Það er því mikilvægt að fjarlægja ekki unga þótt foreldrarnir séu ekki sjáanlegir. Þetta er hluti af þeirra uppeldi svo þeir verði hæfastir í að komast af á eigin spýtur.

Skylt efni: fuglinn | þröstur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f