Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svartrottum fjölgar
Fréttir 23. febrúar 2016

Svartrottum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svo virðist sem svartrottur kunni best við sig í skóglitlu landslagi og þeim fjölgar hratt á svæðum þar sem skógar eru felldir.

Svartrottur, Ratus ratus, hafa farið sigurför um heiminn síðastliðin fjögur hundruð ár eða svo. Undanfarin ár hafa þessar rottur fundið sér nýtt kjörsvæði en það eru lendur regnskóga sem hafa verið felldir undanfarna áratugi. Rannsóknir á hegðun svartrottna sýnir að þær forðast vel gróna skóga.

Talning á svartrottum á eyjunni Borneó sýnir að þar hefur þeim fjölgað um mörg hundruð prósent samhliða aukinni skógareyðingu og á aukningin sér að mestu stað á landsvæðum þar sem áður stóðu skógar.

Ástæðan fyrir fjölgun rottnanna er meðal annars sögð að þær kunni vel við sig þar sem mikið af við þekur landið og verndar þær fyrir rándýrum. Líffræðingar á Borneó og víðar í hitabeltinu þar sem rottum fjölgar hratt segja rotturnar vera harðar í horn að taka og að víða munu innlend dýr verða undir í baráttunni um fæði og því fækka mikið. Auk þess sem svartrottur geta borið með sér sjúkdóma sem eru hættulegir mönnum. 

Skylt efni: Skógareyðing | svartrottur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...