Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svartfuglarnir reyndust ekki með fuglaflensuna
Mynd / Bbl
Fréttir 31. janúar 2022

Svartfuglarnir reyndust ekki með fuglaflensuna

Höfundur: smh

Matvælastofnun birti í dag umfjöllun um stöðu fuglaflensunnar í Evrópu, sem herjar þar á villta fugla og alifugla af svipuðum þunga og undangengna vetur, nema að núna er gerðin H5N1 ríkjandi. Sýni úr fjölda svartfugla sem drápust á Suðausturlandi í byrjun árs, reyndist ekki innihalda flensuveiruna en engin skýring er á fjöldadauðanum.

Er helst talið líklegt að svarfuglinn hafi drepist úr hungri, þó ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin.

Fylgst er vel með þróun fuglaflensufaraldursins í Evrópu og er Matvælastofnun í sambandi við sérfræðinga í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefur vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu, sem hafa viðkomu á Íslandi. Því þurfi fuglaeigendur að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. Þannig má búast við því að þeir sem halda alifugla þurfi í vor að halda þeim í lokuðu gerði undir þaki, til að forðast mögulegt smit.

Ólíklegt að fólk smitist

Það er mat Matvælastofnunar að enn séu litlar líkur á að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu, en hvatt er til almennra sóttvarna við handfjötlun villtra fugla og fuglahræja.

Talin er full ástæða til að vakta tilvist fuglaflensu í villtum fuglum hér á landi í vetur, þó að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Því er þeim tilmælum beint til almennings að tilkynna til Matvælastofnunar þegar villtur dauður fugl finnst, en það er hægt að gera í gegnum vefinn mast.is

Skylt efni: fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f