Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svanavatn
Bóndinn 20. apríl 2023

Svanavatn

Þau Bjarney og Hlynur hafa búið á Svanavatni í 4 ár. Keyptu jörðina í nóvember 2018 og fluttu í apríl 2019. Segjast hjónin vera í miklum endurbótum á húsakosti og séu að vinna að því að byggja upp hrossaræktarbú og tamningastöð með góðri aðstöðu til þjálfunar.

Býli? Svanavatn.

Staðsett í sveit? Austur-Landeyjum.

Ábúendur? Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Hlynur Guðmundsson og Unnsteinn Heiðar Hlynsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Bjarney, Hlynur og Unnsteinn, tíkurnar Gríma og Katla og kettirnir Gunnar og Vigfús.

Stærð jarðar? 250 ha.

Gerð bús? Hrossaræktarbú og tamningastöð.

Fjöldi búfjár? 10 kindur, 10 hænur og 60 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér er byrjað á því að annar aðilinn gefur öllu morgungjöf á meðan hinn skutlar yngsta búmanninum í leikskóla á Hvolsvelli.

Síðan taka við tamningar og útreiðar ásamt almennum umhirðustörfum í hesthúsinu. Síðan endar dagurinn á kvöldgjöf.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru að temja/ þjálfa góða hesta. Leiðinlegustu bústörfin eru sjálfsagt að fara út með skítahjólbörurnar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við erum í miklum framkvæmdum á útihúsum eins og er svo að vonandi eftir 5 ár verður komin falleg heildarmynd á bæinn. Stefnan er að reyna að koma hrossum úr okkar eigin ræktun á framfæri.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Soðið súpukjöt, einfalt og gott og klikkar aldrei.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegasta atvikið er sjálfsagt enn þá dagurinn sem við fluttum starfsemina yfir á Svanavatn. Hlutirnir voru kannski ekki alveg tilbúnir en einhvern veginn reddast þetta alltaf :)

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f