Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sushi-pitsa og vegan kasjúhnetuís
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 20. maí 2019

Sushi-pitsa og vegan kasjúhnetuís

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Sumir eru óöruggir í að rúlla sushi-rúllur eða maki. Þess vegna er góð tilbreyting að gera sushi-pitsu og það er líka auðvelt. 
 
Sushi hrísgrjón eru styttri hrísgrjón en þessi venjulegu og verða klístruð sem gerir það auðveldara að halda sushi-inu saman. Þau eru tilvalin fyrir pitsubotn með ýmsu áleggi að austurlenskum sið. 
 
Hrísgrjóna sushi-botn
  • 2 bollar sushi hrísgrjón
  • 2 bollar kalt vatn
  • ½ bolli hrísgrjónaedik
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. salt
  • 4 tsk. matarolía
  • ½ avókadó, sneiðar
  • ½ flak lax, þunnt skorið
  • ¼ agúrka
  • 2 msk. sneiddur graslaukur
  • ½ msk. kavíar eða annað til skrauts
  • ½ tsk. svört sesamfræ
Aðferð
Setjið hrísgrjón í fínt sigti og skál með köldu vatni í þrjú skipti, hrærið kröftuglega og lyftið sigtinu upp þar til allt vatn hefur runnið af. Skolið vel á milli. Þetta er gert til að skola burt óþarfa sterkju.
 
Leggið hrísgrjónin í mælda vatnið í uppskriftinni, látið suðuna koma upp frekar hratt.  Dragið hita niður í lágmark með loki og látið malla í 15 mínútur. Takið af hitanum og látið standa í tíu mínútur.
 
Blandið hrísgrjónaediki, salti og sykri saman í skál. Hrærið þar til sykur og salt eru leyst upp.  Setjið út á heit hrísgrjónin og blandið varlega saman við sleikju. Látið standa í tíu mínútur.
 
Skiptið hrísgrjónablöndunni í fjórar kúlur, á stykki af nori-þara eða á smjörpappír, fletjið hvern bolta í sentimetra þykkt.
 
Hellið fjórum teskeiðum af olíu á pönnu sem er miðlungsheit.  Steikið á  einni hliðinni, þar til grjónin eru stökk og léttgullin, í um 2 mínútur.  Gerið það svo sama á hina hliðina.
 
Færið grjónin yfir á skurðbretti og skerið hverja sushi-pitsu  í fjórðung. Skreytið  með avókadó, gúrku, laxi og graslauk. Toppið með  kavíar eða því meðlæti sem á að nota og stráið sesamfræjum yfir og framreiðið með wasabi-aioli.
 
Wasabi-aioli
  • 1 eggjarauða
  • 1 tsk. Dijon-sinnep
  • 1 bolli góð bragðlítil olía
  • 2 tsk. wasabi duft
  • 2 msk. hrísgrjónaedik
Í meðalstórri skál er eggjarauðan þeytt (eða notið tilbúið majónes) kryddið með sinnepi. Hrærið  stöðugt á meðan hellt er hægt, þar til blandan er orðin þykk. Hrærið í wasabi-dufti og hrísgrjónaediki saman við til bragðbætingar.

 
Vegan kasjúhnetuís eða -jógúrt
Allir ísgrunnar þurfa rétt hlutfall af fitu til að ná góðri áferð á frystan ísgrunninn. Frystan vökvann þarf að vinna saman í blandara eða matvinnsluvél til að fá sem minnst af ískristöllum, sem eru mjúkir, sveigjanlegir og  gljáandi.  Margir vegan ísgrunnar innihalda kókosmjólk til að bæta við fitu og bragði í stað mjólkur, en fá rjómakennda áferð frá fitunni. Þessi uppskrift er með kasjúhnetu- og  hlynsírópi til að ísinn sé örugglega vegan, en má breyta að vild og nota mjólk, sykur eða hunang fyrir sætu.
  • 400 g ósykrað kasjúhnetusmjör (eða kasjúhnetur sem lagðar eru í bleyti yfir nótt)
  • 400 ml eða tveir bollar af ósykraðri, möndlu- eða sojamjólk
  • 3/4 bolli hlynsíróp
  • Klípa af salti
  • (frosin ber)
Aðferð
Frystið skál og hluta af hnetumum (ef ekki eru notuð frosin ber).
 
Setjið allt hráefni í blöndunartæki og blandið þar til áferðin er orðin slétt, eða í um 3 mínútur.
 
Frystið þar til það er aðeins farið að þykkna, í um fjórar klukkustundir.  Líka er gott að vinna saman frosin ber og blanda við hnetur og hnetusmjör.
 
Framreiðið með berjum. Kælt er þetta eins og veganjógúrt.
 

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f