Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. nóvember 2019

Súrsaðir selshreifar og annað góðgæti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Löng hefð hefur verið fyrir sela­veislu í tengslum við aðalfundi sela- og æðarbænda. Þótt selveiðar séu alveg aflagðar í atvinnuskyni þá er selaveislan enn í hávegum höfð undir stjórn Guðmundar Kr. Ragnarssonar, matreiðslusnillings í Veitingahúsinu Lauga-ási. 
 
Eins og á síðasta ári verður sela­veislan haldin í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og nú þann 9. nóvember næstkomandi og verður húsið opnað klukkan 19.00.  Eins og áður verður boðið upp á útselskóp, gæs, lunda, hval, lax, lamb og fleira. 
 
Guðmundur passar vel upp á að vel sé farið með hráefnið og veiðir selinn gjarnan sjálfur, enda er selkjöt vandmeðfarið ef vel á að bragðast. 
 
Eingöngu er veiddur útselskópur  af stofni sem ekki er talinn í hættu. Enda lagði Hafrannsóknastofnun til í sumar að veiðar á landsel yrðu bannaðar þótt mælingar sýni að stofninn hefur vaxið um 23% frá 2016 og nú sagður telja 9.400 dýr.  Samkvæmt stjórnunarmark­miðum fyrir landsel við Ísland skal lágmarks­stofnstærð vera 12.000 selir. 
 
Selveiðar í atvinnuskyni aflagðar
 
Engar selveiðar eru stundaðar lengur í atvinnuskyni á Íslandi, en talsvert gekk á selastofnana þegar hin opinbera hringormanefnd hvatti til gengdarlausra drápa á sel til að draga úr hringormi í fiski. Nefndin hóf greiðslu veiðiverðlauna fyrir veidda seli vorið 1982 og við það stórjukust veiðar á ný og fóru upp í fyrra hámark frá aldamótunum 1900 þegar veiddir voru á milli 6 og 7 þúsund dýr. Var farið að ganga verulega á selastofna við landið á árunum 1980 til 1989. Það sem nú veiðist er nær eingöngu selur sem af slysni festist í grásleppunetum við ströndina á vorin. 
 
 
Mikil gleði, mikið grín
 
Til selaveislunnar í Haukahúsinu mæta að sjálfsögðu allar helstu kempur selabænda og heiðursgestur flytur lauflétt gamanmál að venju. Veislustjóri verður Tryggvi Gunnarsson í Flatey. Þá mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi stíga á svið í allra kvikinda líki. Síðan verður slegið upp harmonikkuballi til klukkan eitt eftir miðnætti. Í selaveislum er að jafnaði mikið sungið, mikið gaman og mikið grín. Miða er hægt að nálgast hjá Ingibjörgu í síma 895-5808. 

Skylt efni: selaveisla | selabændur | selkjöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f