Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Róbert Aron Garðarsson Proppé, Íslandsmeistari barþjóna.
Róbert Aron Garðarsson Proppé, Íslandsmeistari barþjóna.
Mynd / só
Líf og starf 28. júlí 2025

Sumarkokteill Bændablaðsins og Drykk bar

Höfundur: Sturla Óskarsson

Bændablaðið fékk Róbert Aron Garðarsson Proppé á Drykk Bar til liðs við sig til þess að hanna íslenskan sumarkokteil. Róbert er Íslandsmeistari barþjóna, hann er ákafur grúskari í kokteilagerð og ástríðan skein í gegn þegar hann fræddi blaðamann um hvernig hann paraði saman bragðtegundum í drykkina. Hann tekur þátt í heimsmeistaramóti barþjóna í Kólumbíu næstkomandi nóvember.

Áfengur sumarkokteill

Róbert hannaði tvo kokteila fyrir Bændablaðið, einn óáfengan og einn áfengan. Þemað var íslenskt sumar en í drykkjunum eru kryddjurtir framleiddar af íslenskum garðyrkjubændum og Himbrimi Winterbird Edition Gin frá Brunni Distillery.

Ásamt uppskriftum að kokteilum fylgja leiðbeiningar um það hvernig skal gera heimagerðan rabarbara bitter eins og Róbert notar á barnum sem gefur skemmtilegan íslenskan blæ. Lesendur geta heilsað upp á Róbert á Drykk bar á Pósthússtræti og pantað þann sumarkokteil sem þeir girnast eða blandað þá heima hjá sér eftir uppskrift og notið í sumarblíðunni.

Sumarkokteill

60 ml Himbrimi Winterbird Edition Gin
25 ml límónusafi
3–4 dropar rabarbara bitter
5–6 basilíkulauf
5–6 myntulauf
1–2 stilkar blóðberg eða timían
Klaki eftir smekk

Óáfengur sumarkokteill.

Óáfengur sumarkokteill

60 ml eplasafi
30 ml límónusafi
10 ml sykur
5–6 basilíkulauf
5–6 myntulauf
1–2 stilkar blóðberg eða timían
Fyllt upp með sódavatni
Klaki eftir smekk

Hvernig skal gera heimagerðan rabarbara bitter?

Róbert tók bita af ferskum rabarbara úr garðinum sínum og lét hann liggja í hreinum vodka í þrjár vikur í lokaðri krukku í stofunni heima hjá sér. Tvisvar, þrisvar á dag hristi hann síðan blönduna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f