Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Instagram-leikur norsku Bændasamtakanna þar sem bændur víðs vegar um landið stilla út römmum við þjóðveginn hafa vakið mikla athygli.
Instagram-leikur norsku Bændasamtakanna þar sem bændur víðs vegar um landið stilla út römmum við þjóðveginn hafa vakið mikla athygli.
Fréttir 25. ágúst 2020

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir
Norsku bændasamtökin keyra um þessar mundir tvær sumar­herferðir fyrir norska bændur sem er annars vegar Instagram-leikur þar sem bændur stilla út römmum við þjóðveginn sem á stendur Kom hit, eða Komið hingað – kveðja frá bónda. Hins vegar er herferð um að endurvinna dósir í stað þess að kasta þeim á víð og dreif sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýr. 
 
Landbúnaðarráðherra Nor­egs, Olaug Bollestad kynnti endurvinnsluherferðina með forsvarsmönnum bændasamtakanna til að vekja fólk til umhugsunar að hætta að kasta rusli og dósum í vegkanta þar sem það getur hafnað í fóðri dýra. Áldósir geta orðið eins og rakvélablöð og hefur hræðilegar afleiðingar fái dýr það í fóðri. Á hverju ári skaðast dýr í Noregi vegna þessa en nóg er að pínulítill hluti af áldós lendi í maga dýrs til að valda skaða. Herferðin mun að mestu keyra á samfélagsmiðlum en einnig sem plaköt í verslunum og á ýmsum áfangastöðum. 
 
Flestir ferðast innanlands
 
Reiknað er með að flestir Norðmenn ferðist innanlands í sumar vegna kórónuástandsins og því vilja norsku bændasamtökin minna fólk á hver það er sem heldur menningarlandslaginu opnu, bændurnir um allt land. Þess vegna var ákveðið að ráðast í Komið hingað – kveðja frá bónda-herferðina sem hefur verið vel tekið um allan Noreg. Bændur um allt land, í samvinnu við sín búnaðarfélög, hafa búið til svokallaða Instagram-ramma með skilaboðunum á þar sem fólk getur myndað sig í fallegu umhverfi og birt á Instagram. Hér mun því umhverfi bænda fá að njóta sín um leið og ferðamenn skapa minningar á ferð sinni um landið í sumar. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f