Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi
Lesendarýni 6. september 2022

Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi

Höfundur: Gísli Karel Halldórsson, skógarbóndi á Spjör á Snæfellsnesi

Skógarbændur á Vesturlandi fóru í sína árlegu fræðsluferð um Vesturland 11. ágúst 2022.

Gísli Karel Halldórsson

Safnast var saman í rútu við N1 í Borgarnesi kl. 10 um morguninn.

Næst var ekið að Laxárbakka þar sem teknir voru upp fleiri samferðamenn.
Síðan var farið í Álfholtsskóg undir austurhlíðum Akrafjalls. Þar tók á móti okkur formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, Reynir Þor­
steinsson.

Álfholtsskógur er orðinn frábært útivistarsvæði. Þar hafa verið ræktaðar margar tegundir trjáa, lagðir hafa verið góðir göngustígar um skóginn og yndislegt að ganga þar um. Vil hvetja vegfarendur til að hvíla sig og leyfa börnunum að hreyfa sig með því að stoppa í Álfholtsskógi. Álfholtsskógur var gerður að opnum skógi árið 2020.

Reynir leiddi okkur langan veg í gegnum skóginn. Í skóginn hefur verið plantað yfir 100 tegundum.

Fyrir okkur skógarbændur var mjög uppörvandi að sjá hve vel ræktunin hefur gengið undir Akrafjalli. Einnig er frábært hverju sjálfboðaliðar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa áorkað.

Næst var farið að Laxárbakka og þar snæddur hádegisverður sem var ágæt kjötsúpa.

Síðan var farið aftur í rútuna, ekið í gegnum Hvalfjarðargöng og að Mógilsá. Þar tók á móti okkur Brynja Hrafnkelsdóttir. Brynja leiddi okkur upp í skóginn fyrir ofan byggingarnar á Mógilsá. Þar er margt forvitnilegt að sjá. Það sem mér fannst merkilegast var að sjá uppi í hlíðum Esju stórvaxið lerkitré af kvæminu Hrymur. Þessi tré mun Þröstur Eysteinsson hafa gróðursett árið 1996. Trén ná nú til himins. Í hlíðunum ofan við húsin á Mógilsá er mikið af hindberjarunnum.

Þeir sem vilja rækta hindberjarunna þurfa að passa sig. Runnarnir gefa af sér eftirsóknarverð ber, en þeir eru mjög ásæknir og fljótir að dreifa sér á stærra land.

Eftir skógargönguna var tekið hús á fagfólkinu á Mógilsá. Edda Sigurdís Oddsdóttir flutti fræðsluerindi um rannsóknarstarfsemi Skóg­ ræktarinnar. Í gangi er stöðug leit að bestu kvæmum trjáa til skógræktar.

Starfsemin á Mógilsá er mjög mikilvæg skógræktarstarfi á landinu. Skógrækt þarf að byggjast á vísindalegum grunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...