Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Mynd / HKr.
Líf og starf 3. nóvember 2017

Súlnasalur í nýjan búning

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Miklar endurbætur fara nú fram á húsakynnum Hótel Sögu og nú er unnið að algerri endurnýjun hins sögufræga Súlnasalar. 
 
Í sumar var ráðist í að hreinsa allt innan úr salnum ásamt eldhúsi sem þar var á bakvið. Síðan hafa iðnaðarmenn verið önnum kafnir við að innrétta að nýju. Búið er að skipta um alla glugga, skipta um loftræstingar og allar lagnir. Þá verður byggt upp nýtt og fullkomið eldhús, enda mun salurinn fá að hluta nýtt hlutverk sem morgunverðarstaður hótelgesta. Þrátt fyrir það verður áfram hægt að nýta salinn undir viðburði af ýmsum toga eins og jólahlaðborð. 
 
Þótt enn séu mörg handtök eftir er ætlunin að opna Súlnasalinn að nýju fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. 
 
Fyrir utan þetta er hafin vinna við að breyta inngangi á fyrstu hæð ásamt móttöku og veitingaaðstöðu fyrir gesti hótelsins þar sem Mímisbar er nú. Barinn verður þó áfram þótt umhverfi hans muni breytast verulega. Ráðgert er að þessum breytingum ljúki á vordögum næsta árs. 

11 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...