Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Fréttir 29. október 2019

Súkkulaði og skógareyðing

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný lög sem búist er við að verði samþykkt á Fílabeinsströndinni gætu orðið til þess að þúsundir hektara af vernduðum frum­skógum verði felldir til að auka við súkkulaðiframleiðslu í landinu. Lögin gera ráð fyrir að verndun skóganna verði aflétt og þeir afhentir súkkulaðiframleiðendum til afnota að eigin vild í 24 ár.

Eyðing náttúrulegra skóga á Fílabeinsströnd Afríku er nú þegar gríðarleg og talið að allt að 85% frum- eða náttúrulegra skóga hafi þegar verið eytt. Samkvæmt nýju lögunum verða stór náttúruleg skógarsvæði rudd og í þeirra stað ræktaðir upp nytja- eða landbúnaðarskógar með kakótrjám til súkkulaðiframleiðslu.

Þeir sem harðast berjast gegn samþykkt laganna segja réttilega að nauðsynlegt sé að varðveita líffræðilega fjölbreytni og ekki sé réttlætanlegt að breyta náttúrulegum skógum ein einsleita nytjaskóga.

Fylgjendur laganna segja að stefna stjórnvalda sé að vernda náttúrulega skóga í landinu og það megi gera með þeim tekjum sem fáist verði lögin samþykkt.

Lögin miðast við að fyrirtækin geti nýtt skógana að vild í 24 ár. Kakó- og súkkulaðiframleiðsla á Fílabeinsströndinni er um 1/3 af súkkulaðiframleiðslu heimsins og er sögð skila tekjum upp á 100 milljarða á ári sem jafngildir rúmum 12,5 milljörðum íslenskra króna á sama tíma og meðallaun í landinu eru innan við einn bandaríkjadalur á dag, eða um hundrað krónur.

Fjögur fyrirtæki eru stærstu kaupendur kakóbauna í heiminum, Hershey, Mars, Nestle og Cadbury, sem framleiða meðal annars Hershey-súkkulaði og -kossa, Mars og Snickers. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...