Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Unnið við að fleyga sprungið og hættulegt berg á Súðavíkurhlíð á dögunum.
Unnið við að fleyga sprungið og hættulegt berg á Súðavíkurhlíð á dögunum.
Mynd / Haukur Már Harðarson
Fréttir 4. júlí 2020

Súðavíkurhlíð lokaðist nær 40 sinnum á fyrstu þremur mánuðum ársins

Höfundur: HKr.
Í Súðarvíkurhreppi við Ísa­fjarðar­­djúp búa nú um 200 manns, en hreppurinn nær yfir mjög stórt landsvæði. Hann nær frá Súðavíkurhlíð í norðri og inn í botn á Ísafirði, innsta firðinum við Ísafjarðardjúp. Samgöngur eru því eðlilega ofarlega á blaði hjá Súðvíkingum. 
 
Súðavík er komið í ágætar vegasamgöngur við aðra lands­hluta og samfellt bundið slitlag er á veginum frá Reykjavík til Súðavíkur. Þá er nú unnið að endurbótum og breikkun vegarins í Seyðisfirði og Hestfirði. Það tekur samt um einn og hálfan til tvo klukkutíma að aka á milli enda í sveitarfélaginu. Þá ber að geta þess að vegurinn til Ísafjarðar, þangað sem Súðvíkingar sækja að mestu sína þjónustu, liggur um Súðavíkurhlíð sem oft er lokuð á vetrum vegna snjóflóða eða yfirvofandi snjóflóðahættu. Gripið er til lokana þegar snjóalög eru í hlíðinni og í samræmi við veðurspár og mat á snjóflóðahættu.  
 
Ekkert að frétta af jarðgöngum
 
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkur­hrepps, segir engar fréttir vera af gerð jarðganga sem leysi af veginn um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sem líka geti lokast vegna snjóflóða. Jarðgöng séu ekki á vegaáætlun og algjör óvissa um framvindu þess máls. 
 
„Það var verst að missa Álfta­fjar­ðar­göng út úr samgönguáætlun. Þótt málinu hafi eitthvað verið hreyft á Alþingi hefur það ekki fengið neinn sérstakan hljómgrunn. 
 
Hátt í 40 lokanir á þrem mánuðum
 
Það voru hátt í fjörutíu lokanir á Súðavíkurhlíð á fyrstu þrem mán­uðum ársins, allt að sólarhring í hvert skipti og stundum lengur. Það þýðir að fólk hefur verið einangrað hér í marga daga og ekki getað sótt þjónustu á milli byggðarlaga. Samt hafa menn hugmyndir um að hér á norðanverðum Vestfjörðum eigi að vera eitt byggðarlag í átaki um sameiningu sveitarfélaga. Hér háttar enn svo til að við verðum jafnvel að senda sjúklinga á milli staða sjóleiðina með björgunarskipi,“ segir Bragi.
 
Hann segir að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hvað samgöngur varðar, þá sé gríðarlega gott að búa í Súðavík og mikil samheldni sé meðal íbúa. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...