Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styttist í nýja búvörusamninga
Fréttir 23. desember 2015

Styttist í nýja búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður um nýja búvörusamninga eru langt komnar og að sögn formanns Bændasamtaka Íslands á hann von á að þeim ljúki fyrir áramót eða snemma á næsta ári.

„Samningahópur bænda hefur sest niður eftir fundarferð um landið og farið yfir það helsta sem þar kom fram þar. Í framhaldi af því hefur svo farið fram vinna við samningana og talsverður tími farið í að finna leiðir til að bregðast við þeim áhyggjum sem fram komu,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Mjólkurframleiðendur áhyggjufullir

Sindri segir að mjólkurframleiðendur hafi margir hverjir lýst áhyggjum sínum á að ekki verði hægt að stýra framleiðslunni eftir að hún verður gefin frjáls og að verð komi til með að falla vegna offramleiðslu.
„Við erum að finna flöt á því máli og með ákveðið upplegg sem við erum að ræða við samninganefnd ríkisins.“

Vantraust í garð stofnana

„Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjár­bændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“

Sjálfbær landnýting er sóknarfæri

Sindri segir að ekki standi til að gefa neitt eftir varðandi sjálfbæra landnýtingu í sauðfjárrækt.
„Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“

Lýkur snemma á næsta ári

„Garðyrkjusamningurinn er svo til tilbúinn og bara eftir að ganga frá einstaka orðalagi í honum.
Viðræður um ramma búvörusamninganna eru hafnar og ég á ekki von á öðru en að þeim ljúki snemma á næsta ári,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...