Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, heimsótti Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og Gunnar Þorgeirsson formann á dögunum.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, heimsótti Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og Gunnar Þorgeirsson formann á dögunum.
Mynd / Bbl
Skoðun 26. febrúar 2021

Styttist í Búnaðarþing

Höfundur: Vigdís Häsler

Þegar þessi pistill er ritaður er nákvæmlega mánuður til stefnu til næsta Búnaðarþings, sem haldið verður dagana 22. og 23. mars. Þema þingsins að þessu sinni verður Áfram veginn, sem felur þó ekki í sér tilvísun til slagorða háskólaakademíu eða stjórnmálaflokks, nú eða til ævisögu Stefáns Íslandi óperusöngvara.

Þemað, Áfram veginn, vísar til þeirrar vegferðar sem Bænda­samtök Íslands standa frammi fyrir sem snúa að einföldun á umfangsmiklu félagskerfi bænda í því augnamiði að styrkja starfsemi samtakanna, auka skilvirkni, ná fram betri sérhæfingu starfsfólks og fá aukinn slagkraft út úr starfinu öllum félagsmönnum til góða.

Flókið félagskerfi

Fyrir leikmenn er ekki einfalt að átta sig á umfangsmiklu og að því er virðist flóknu félagskerfi bænda. Búgreinafélögin eru 12 talsins og eru þar á meðal t.a.m. Félag kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landssamtök skógareigenda og þar fram eftir götunum. Fyrir utan búgreinafélögin starfa svo 11 sérstök búnaðarsambönd sem starfa á afmörkuðum svæðum landið um kring og hvert með sína sérstöðu og sérverkefni heima í héraði. Félögin þrjú, sem eru ótalin, eru síðan Beint frá býli, VOR (samtök bænda í lífrænum landbúnaði) og Samtök ungra bænda.

Opinn streymisfundur 4. mars

Síðastliðna viku hafa formaður og varaformaður stjórnar BÍ, ásamt framkvæmdastjóra, átt 27 fundi með stjórnum aðildarfélaga BÍ til að kynna tillögur að breyttu félagskerfi. Viðbrögð og þátttaka hefur verið með miklum ágætum og umræður gagnlegar. Í kjölfarið stendur til að halda opinn streymisfund þann 4. mars nk. þar sem fólki gefst tækifæri á að koma á framfæri hugleiðingum og spurningum.

Búnaðarþing hefðbundið eða rafrænt?

En svo við snúum okkur aftur að Búnaðarþinginu, þá eru uppi tvær sviðsmyndir varðandi skipulag og fyrirkomulag þingsins. Annars vegar er um að ræða staðarþing, þá eingöngu með búnaðarþingsfulltrúum, með von um rýmkun á gildandi samkomutakmörkunum og jákvæða framvindu bólusetningar landans. Hins vegar þurfum við þó einnig að vera því viðbúin að halda rafrænt þing fyrir alla þátttakendur.

Hátt í 20 aðilar hafa sýnt áhuga á Hótel Sögu

Málefni hótelsins, Bænda­hallar­innar, hafa farið mikinn í fjölmiðlum síðustu vikur. Ýmsir aðilar hafa sýnt Bændahöllinni áhuga og má þar meðal annars nefna Háskóla Íslands, en heimildir fréttamiðla hafa verið á þá leið að hátt í 20 innlendir sem erlendir aðilar hafi sýnt húsnæðinu áhuga. Hversu mikill og alvarlegur sá áhugi hefur raunverulega verið get ég ekki sagt með vissu en í öllu þessu mikla fréttaflóði er þó vert að greina á milli „fyrirspurna“ vegna húsnæðisins annars vegar og „áhugasamra“ um húsnæði hins vegar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...