Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Mynd / Almar Alfreðsson
Fréttir 12. apríl 2021

Styrkur til að leggja ljósleiðara til Hríseyjar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Styrkur að upphæð 6 milljónir króna fengust úr Fjarskiptasjóði sem hýstur er hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja stofnstreng með ljósleiðara til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við verkefnið, en strengurinn fer þriggja til fjögurra kílómetra leið frá fasta landinu og yfir sundið til Hríseyjar.

Ásthildur Sturludóttir, bæjar­stjóri á Akureyri, hafði fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar, óskað eftir viðræðum við Fjarskiptasjóð um hvernig best væri að fjármagna ljós­leiðaratengingu til Hríseyjar og hvað þyrfti að gera til að hægt væri að hefja verkið við fyrsta tækifæri.

Ljósleiðaratenging styrkir ferðaþjónustuna

Nettengingar við Hrísey eru nú í gegnum örbylgjusamband sem hindrar fulla afkastagetu við flutning á efni um netið og hamlar hraðvirkni í tölvuvinnslu. Þykir afar brýnt að bæta þar úr hið fyrsta. Með því að tengja Hrísey við ljósleiðara megi tryggja betur fasta búsetu í eyjunni og gera hana að álitlegum búsetukosti fyrir fólk í öllum starfsgreinum. Ljósleiðaratenging yrði einnig til að efla ferðaþjónustu í Hrísey sem vaxið hefur fiskur um hrygg á undanförnum árum.

Nú liggur fyrir að finna hagkvæmasta kostinn við lagningu ljósleiðara yfir sundið frá fasta landinu til eyjarinnar í samráði og samvinnu við þar til bæra aðila og undirbúa tengingu við hús í byggðakjarnanum líkt og gert er í öðru þéttbýli á Íslandi.

Ásthildur segir á vef Akureyrar­bæjar að nú verði leitast við að finna það fjármagn sem upp á vanti til að hægt verði að tengja Hrísey við ljósleiðaranetið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f