Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkur til að gera úttekt á viðarmagni
Fréttir 19. maí 2016

Styrkur til að gera úttekt á viðarmagni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Félag skógarbænda á Vesturlandi hefur fengið 800 þúsund króna styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að gera viðarmagnsúttekt á Vesturlandi. 
 
Reiknað verður út viðarmagn í öllum ræktuðum skógum á Vesturlandi. Gert er ráð fyrir að meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands taki þátt í að vinna verkið og birti niðurstöðurnar í lokaritgerð sinni.
 
Markmið verkefnisins er að finna út hversu mikið viðarmagn er í skógum á Vesturlandi og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að nýta viðinn, að því er fram kemur á vefsíðu Skógræktar ríkisins. Gögnin úr viðarmagnsáætluninni má nota til markaðsgreiningar en um leið að kanna hvort raunhæft sé að stofna til afurðarmiðstöðvar viðarafurða á Vesturlandi. Með stofnun slíkrar miðstöðvar mætti byggja upp fjölbreytta atvinnu- og rannsóknarstarfsemi á sviði skógræktar.
 
Framkvæmdastjóri Vesturlands­skóga stýrir verkefninu sem unnið verður í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landssamtök skógareigenda og Félag skógarbænda á Vesturlandi. Meiningin er að afrakstur verkefnisins verði viðarmagnsáætlun fyrir skóga á Vesturlandi næstu 30 ár sem lögð verði til grundvallar miðstöð viðarafurða á Vesturlandi.
 
Með því að koma á fót afurðamiðstöð viðarafurða á Vesturlandi væri stigið mikilvægt skref í því að gera skógrækt á atvinnusvæðinu að þeirri atvinnugrein sem hún hefur fulla burði til að vera. Það er stefna Félags skógarbænda á Vesturlandi líkt og Landssamtaka skógareigenda að efla nytjaskógrækt og tryggja jafnt og öruggt framboð skógarafurða. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...