Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélags Eyfirðinga og Eyjafjarðarsveitar.

„Þessi styrktarsamningur við Eyjafjarðarsveit markar viss tímamót í starfi Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann styrkir stoðir elsta starfandi skógræktarfélags landsins og gerir því kleift að sinna betur skógarreitum í umsjón félagsins sem eru í Eyjafjarðarsveit,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Sameiginlega munu skógræktar­félagið og sveitarfélagið vinna saman að góðum verkum sem tengjast umhirðu og bættu aðgengi skóglenda, lýðheilsu, kolefnisjöfnunar, fræðslu og náttúruskoðunar svo eitthvað sé nefnt. Sigríður Hrefna segir Skóg­ræktar­félagið vera með 6 misstóra reiti í Eyjafjarðarsveit í sinni umsjón.

„Þessi tveggja ára samningur gerir allt okkar starf markvissara og styrkir samtalið og samvinnuna við íbúa sveitarfélagsins. Við í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga erum mjög ánægð með þessa þróun og hlökkum til frekara samstarfs við Eyjafjarðarsveit,“ segir hún.

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur ræktað sína reiti í yfir 90 ár og eftir því sem skógarnir stækka og trén hækka eykst skjólið og jarðvegurinn dýpkar og magnast. Margir af þeim 11 skógarreitum í umsjón félagsins henta vel til útivistar, um þá er hægt að rölta í skjóli trjánna við fuglasöng og lækjarnið. Í flestum er hægt að finna falleg rjóður þar sem hægt er að hvílast og borða nesti.

Skógræktarfélagið hefur í áratugi verið með þjónustusamning við Akureyrarbæ sem nýttur hefur verið við vinnu í Kjarnaskógi þar sem skógarhjarta félagsins slær. En fulltrúar í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga vilja gera betur og hafa því í vetur unnið með fulltrúum þeirra sveitarfélaga þar sem skógarreitir félagsins eru í því skyni að finna flöt á samstarfi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...