Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Styrkja á stoðir kornræktar
Fréttir 11. júlí 2022

Styrkja á stoðir kornræktar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Efling innlends kornmarkaðar er viðfangsefni vinnuhóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað í kjölfar funda með sérfræðingum á sviði kornræktar við Landbúnaðarháskólann.

Hópnum er ætlað að vinna drög að aðgerðaráætlun en meðal verkþátta er að skilgreina nauðsynlega uppbyggingu á sviði kynbóta, bútækni og aðlögun stuðningskerfa í takt við það sem þekkist erlendis.

Fýsileiki innlends kornsamlags verður kannaður og skilgreindar þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu. Í því samhengi mun hópurinn kynna sér starfsemi, kerfi og eignarhald kornsamlaga á Norðurlöndum. Að auki verður skoðuð starfsemi innlendra samlaga í innlendum landbúnaðargreinum.
„Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður lögð áhersla á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýtingu jarðvarma o.fl. Kannað verður hvernig og hvort sé hægt að nýta fyrirliggjandi innviði sem best í þessu samhengi, s.s. þurrkstöðvar og minni geymslur sem eru nú þegar í rekstri. Hópurinn mun leggja til aðgerðir til að bregðast við árum þar sem uppskera á korni er rýr með það að markmiði að vernda bæði bændur og kaupendur og lágmarka fjárhagslegt tjón,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Vinna þessi er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en þar segir að unnin verði aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar.

Verkefnið er einnig í takt við það sem fram kemur í skýrslu spretthóps vegna stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi en þar er lagt til að sett verði stóraukinn kraftur í að efla innlenda kornrækt til manneldis, fóðrunar og fóðurgerðar.

„Ríkið bjóði fram stuðning til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum, svo sem til svæðis- bundinna söfnunar- og korn- þurrkunarstöðva, stuðli að því að einhvers konar áhættudreifingar- eða tryggingakerfi gegn uppskeru- bresti komist á fót og tryggi nægan stuðning við ræktun á hvern hektara til þess að fleiri sjái sér fært að hefja kornrækt og eigi möguleika á markaðsfærslu framleiðslunnar,“ segir í tillögum spretthóps að aðgerðum til lengri tíma.

Landbúnaðarháskólinn stýrir verkefninu en Egill Gautason, Helgi E. Þorvaldsson, Hrannar S. Hilmarsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor mynda starfshópinn af hálfu skólans en matvælaráðherra lagði til rúmlega 17 milljónir króna í verkefnið.

Vinnuhópurinn hefur störf í ágúst árið 2022 og stefnt er að henni ljúki í mars 2023.

Möguleg stofnun kornsamlags
Helgi E. Þorvaldsson

Einn stærsti liður verkefnisins snýr að mögulegri stofnun kornsamlags.
Helgi E. Þorvaldsson, brautarstjóri og aðjúnkt hjá LbhÍ, fer fyrir vinnuhópnum. Hann lýsir ákveðinni brotalöm í kornrækt á Íslandi í dag.

„Ef þú ert bóndi sem átt 10 hektara og vilt nýta hann til kornræktar, þá er hér engin afurðastöð sem tekur við korni. Slíkt fyrirkomulag þekkist víða erlendis. Því er eitt af okkar verkefnum að kynna okkur starfsemi kornsamlaga og meta fýsileika þess að stofna slíkt hér. Ef allt fer að óskum munum við skila af okkur tillögum að hentugri staðsetningu, ákjósanlegri starfsemi og æskilegu viðskiptamódeli,“ segir hann.

Því muni hópurinn kalla til sérfræðinga á sviði viðskipta og verkfræði sér til stuðnings.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...