Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Styrkir vegna kaltjóna
Mynd / Eiríkur Loftsson
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Fresturinn rennur út á miðnætti 31. ágúst og er mat á umsóknum ekki hafið.

Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu hafa einhverjir umsækjendur fengið tölvupósta frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem sér um rekstur Bjargráðasjóðs, þar sem óskað er eftir frekari gögnum, eins og myndum. Bent er á að hafi einhverjir litið á það sem höfnun sé það rangt en það kunni að leiða til synjunar á síðari stigum ef engin viðbrögð koma við beiðnunum.

Verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um fjárstyrk vegna tjóns af völdum kals árið 2024 voru samþykktar 10. júní síðastliðinn og sendar Bændasamtökum Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, öllum búnaðarsamböndum á landinu, ásamt fleiri aðilum. Í reglunum stendur meðal annars: „Skilyrði fyrir styrkveitingu er að greinargóðar ljósmyndir og/eða drónamyndir af skemmdum fylgi með umsókninni. Það skal koma skýrt fram af hvaða spildu hver mynd og/eða drónamynd er tekin.“ Bjargráðasjóður getur jafnframt falið sérfróðum aðilum að meta skemmdir í vettvangsferð ef ástæða þykir til.

Ekki verður hægt að stofna nýjar umsóknir eftir 31. ágúst, en umsækjendur geta bætt við gögnum fram yfir umsóknarfrestinn ef ástæða er til.

Skylt efni: kaltjón

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...