Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Mynd / Gunnubúð
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innviðaráðherra á dögunum.

Frá Verzlunarfjelagi Árneshrepps. Mynd / Verzlunarfjelag Árneshrepps

Ráðherra staðfesti tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli, sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022– 2036 að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Að þessu sinni var sautján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2025.

„Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar. Samtals bárust sex umsóknir fyrir samtals 41,8 m.kr,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Eftirtaldar verslanir fengu styrki:

Bakka­Búðin ehf., Reykhólum: 5 m.kr. rekstrarstyrkur

Verzlunarfjelag Árneshrepps: 3 m.kr. rekstrarstyrkur

Hríseyjarbúðin: 2,5 m.kr. styrkur til endurbóta og sjálfvirknivæðingar

North East Travel ehf., Bakkafirði: 1,5 m.kr. rekstrarstyrkur

Gunnubúð ehf., Raufarhöfn: 3 m.kr. styrkur til endurbóta

Verslunarfélag Drangsness: 2 m.kr. rekstrarstyrkur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...