Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Mynd / Úr safni
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Matvælastofnun (MAST) opnaði fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum í byrjun mánaðar og lýkur umsóknarfresti 29. febrúar. Tekið er fram í tilkynningu frá MAST að hann verði ekki framlengdur.

Stuðningur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa.

Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum. Nær heimildin til allra lögbýla í landinu þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli að talist geti búrekstur eða þáttur í búrekstri. Jafnframt er skilyrt að umsækjendur hafi ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein og virðisaukanúmer.

Undanskildar eru þó þær jarðir og jarðarhlutar sem liggja innan skipulagðra þéttbýlissvæða sveitarfélaga. Þá eru framlög ekki veitt vegna framkvæmda á lögbýlum sem hafa ekki verið setin í tvö ár eða lengur næst á undan framkvæmdarári, eða eru nytjuð frá öðrum lögbýlum nema byggingar á jörðinni séu nytjaðar til búrekstrar sem krefst aðgangs að vatni eða fyrir liggi heimild til stofnunar lögbýlis þar skv. jarðarlögum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...