Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum
Fréttir 29. desember 2016

Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum. Umsóknir frá þremur aðilum bárust og skipta þeir með sér heildarframlagi ársins, rúmlega átta milljónum.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið hafi verið í samræmi við gildandi aðlögunarsamning um starfskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og samsvarandi reglugerð.

„Árið 2016 bárust þrjár umsóknir og hlutu þær allar afgreiðslu og var samanlagður áætlaður kostnaður við uppsetningu á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum samkvæmt innkomnum umsóknum krónur 53.850.000  á grunnfleti sem nemur alls 3.264 fermetrum. Samkvæmt reiknireglum um úthlutun styrkja hefði heildarstyrkupphæð þurft að vera 10.978.200 krónur vegna umsókna í ár.

Heildarframlag skv. fjárlögum 2016 er kr. 8.000.000, en eftir stóðu kr. 340.146 frá fyrra ári. Heildarframlag styrkja var því 8.340.146 krónur að þessu sinni. Í nýjum búvörusamningum sem taka gildi um áramót er ekki gert ráð fyrir frekari lýsingarstyrkjum, og því er þetta að öllum líkindum í síðasta skipti sem þeim er úthlutað,“ segir í tilkynningunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...