Stutt við rekstur verslana í dreifbýli
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög til þess að reka dagvöruverslanir í minni byggðarlögum vítt um landið.
Markmið aðgerðarinnar er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Framlögin eru veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022–2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.
Allt að 18 milljónum kr. verður veitt vegna ársins 2026. Annars vegar er hægt að sækja um rekstrarstyrk og hins vegar styrk til búnaðarkaupa. Umsækjendur skulu taka mið af úthlutunarreglum innviðaráðherra og auglýsingu um styrkina sem sjá má á heimasíðu innviðaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til miðnættissunnudaginn 9. nóvember 2025. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í desember 2025.
