Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stuldur á erfðaefni
Fréttir 10. febrúar 2015

Stuldur á erfðaefni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum viku var greint frá því í Bændablaðinu að mikið eftirspurn væri eftir Suður Amerískri makarót í Kína og Bandaríkjunum sem heilsufæði. Verð á rótinni rauk upp og ræktendur nutu góðs af.

Um svipað leiti lýsti stjórnvöld í Perú áhyggju yfir að fræjum af plöntunni yrði stolið og þeim smyglað úr landi og ræktun hennar hafin annarstaðar. Það hafa Kínverjar gert. Stuldur fræjanna vekur upp spurningar um eignarrétt ríkja og þjóðarbrota á erfðaefni plantna.

Umræða um stuld erfðaefnis hefur verið talsvert í deiglunni undanfarin ár. Ekki síst í tengslum við lyfjafyrirtæki sem hafa safnað upplýsingum innfæddra víða um heim á lækningamæti planta og nýtt sér þær til að framleiða. Lyfjafyrirtækin hafa í fæstum tilfellum greitt fyrir upplýsingarnar og innfæddir ekki notið ágóðans.

Ræktun á maka er hafin í stórum stíl í Yunnan-héraði í Kína og er búist við að hún verði meiri þar en í Perú eftir nokkur ár. Sótt hefur verið um 250 alþjóðleg einkaleyfi sem tengjast ræktun á maka og kemur rúmur helmigur þeirra frá Kína. Tuttugu umsóknir er taldar tengjast stolnum fræjum og eru í rannsókn vegna hugsanlegs stuld á erfðaefni.

Á síðasta ári höfðu ríflega 50 ríki skrifað undir svokallaðan Nagoya-skuldbindingu þar sem þau skuldbundu sig meðal annars til að virða eignarrétt annarra ríka á erfðaefni sem hefði verið lengi í ræktu og tengjast menningu þeirra. Kína og Bandaríkin hafa ekki skrifað undir samninginn og ekki heldur Ísland.

Skylt efni: Marvæli | erfðaefni

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...