Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þórhildur Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Þórhildur Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Á faglegum nótum 9. október 2017

Stuðningur við nýsköpun og þróun

Í hálfa öld hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins verið nýsköp­unar- og þróunarsjóður landbún­aðarins. Mörg störf hafa orðið til í sveitum fyrir tilstuðlan fjárfestingastuðnings frá sjóðnum og ný tækifæri skapast vegna afraksturs rannsóknastarfs sem notið hefur stuðnings sjóðsins.
 
Framleiðnisjóður starfar eftir Lögum um Framleiðnisjóð landbúnaðarins nr. 89 frá 1966 með síðari breytingum.  Samkvæmt fyrstu grein laganna er hlutverk sjóðsins „að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði og atvinnurekstrar á bújörðum ... styrki úr sjóðnum má meðal annars veita til einstakra bænda, vinnslustöðva, ræktunarsambanda og vísindastofnana“. Eins og starfi sjóðsins er háttað í dag hefur verið horfið frá lánveitingum, en veittir eru styrkir til margvíslegra verkefna sem eiga það sammerkt að stuðla að nýsköpun og þróun í greininni og þannig styrkja búsetu í sveitum landsins til framtíðar.
 
Grunnurinn lagður í Búnaðarlagasamningi
 
Í Búnaðarlagasamningi eru markaðar áherslur fyrir starf sjóðsins á hverju samningstímabili. Grunnur fjárframlaga og áherslur sjóðsins eru því hluti af samningi bænda við hið opinbera. Í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins fyrir 2017-2026 er gert ráð fyrir að endurskoðun laga um sjóðinn og að samhliða því verði starfsáherslur endurskoðaðar. Þessi vinna er ekki hafin og hefur því starf sjóðsins á árinu 2017 í stórum dráttum tekið mið af áherslum fyrri ára og er stefnt að því að starf sjóðsins 2018 muni einnig taka mið af þeim áherslum. 
 
Rannsóknir á sviði byggkynbóta eru eitt þeirra sviða sem FL hefur stutt við. Mynd / BJ
 
Fyrirkomulag næstu úthlutana
 
Undirbúningur úthlutana ársins 2018 er nú þegar hafinn. Líkt og fyrri ár verður aðeins ein úthlutun á árinu í hverjum málaflokki og hafa stjórnendur sjóðsins tekið ákvörðun um að að skipta úthlutunarferlinu í tvennt. Nú í októberbyrjun er auglýst eftir styrkumsóknum frá aðilum innan rannsókna- og þróunargeirans, sem og frá félögum bænda, þ.e. umsóknir í A-flokki (sjá auglýsingu í þessu blaði). Umsóknarfrestur fyrir þennan flokk umsókna er til og með 17. nóvember. Styrkir til atvinnuuppbyggingar á lögbýlum á vegum einstakra bænda (B-flokkur), sem og námsstyrkir, verða auglýstir síðar í haust og verður umsóknarfrestur til 29. Janúar 2018. Stefnt er að afgreiðslu úthlutana í A flokki snemma árs 2018, en að afgreiðslu B umsókna og námsstyrkjaumsókna í aprílmánuði. Með þessu fyrirkomulagi er vonast til að umsóknir fái skjótari afgreiðslu og að umsýsla sjóðsins verði skilvirkari. Vert er að geta þess að styrkir Framleiðnisjóðs fyrir árið 2018 eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2018.
 
Umsóknir og ráðgjöf
 
Umsóknareyðublöð Framleiðni­sjóðs hafa verið uppfærð og einfölduð og munu ný umsóknareyðublöð taka gildi nú þegar. Umsækjendur eru hvattir til að sækja ný eyðublöð inn á heimasíðu sjóðsins (www.fl.is), en ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðunum vegna ársins 2018. Frekari upplýsingar um gerð umsókna má einnig nálgast á heimasíðu sjóðsins, sem og í gegnum síma til skrifstofu sjóðsins. Umsækjendur eru hvattir til að leita sér aðstoðar hjá til þess bærum ráðgjöfum varðandi umsóknavinnuna, sem og áætlanagerð henni tengdri, s.s. hjá ráðunautum RML og atvinnuráðgjöfum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f