Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stuðningur við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna
Fréttir 8. febrúar 2021

Stuðningur við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna

Höfundur: ehg

Bændasamtök Íslands í samstarfi við Byggðastofnun og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bjóða nú félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna og ráðgjöf vegna umsókna.

Um er að ræða reynsluverkefni sem stendur til 1. júní 2021. 

Félagsmönnum býðst viðtal við ráðgjafa þar sem boðin er aðstoð við að móta og lýsa verkefnishugmynd í stuttu ágripi. Í framhaldinu fær viðkomandi félagsmaður upplýsingar um með hvaða hætti væri unnt að fá áframhaldandi stuðning við útfærslu og framkvæmd verkefnisins. Miðað er við að hver félagsmaður fái tvær vinnustundir án endurgjalds vegna þessa. 

Horft verði til verkefna sem verða sem mest í höndum bænda og tengjast rekstri og afurðum viðkomandi með beinum hætti. Ekki verður að þessu sinni horft til verkefna sem ætluð eru til hagnýtingar fyrir búgreinar eða landsvæði í heild, né fræðilegra rannsókna. 

Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands eru bundnir trúnaði um þau verkefni sem félagsmenn vinna að undir merkjum verkefnisins. Vert er að hvetja áhugasama að hafa samband og panta viðtal við ráðgjafa í síma 563 0300 eða senda tölvupóst á netfangið:  kma@bondi.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...