Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / Bbl
Fréttir 10. febrúar 2022

Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um fyrirkomulag á stuðningsgreiðslum til bænda vegna hækkunar áburðaverðs. Gert er ráð fyrir að um 650 milljónir króna fari í beinan stuðning við bændur í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur, sem álag fyrir síðasta ár. Afgangurinn, 50 milljónir króna, fer í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga út notkun hans – sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun sjá um.

Í tilkynningunni er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að hún búist við því að greiðslurnar verði afgreiddar strax um næstu mánaðamót.

Á síðasta ári fengu 1.534 bú jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á samtals 91.610 hekturum. Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að álagsgreiðslan þýði um það bil 79 prósent álag á greiðslurnar 2021.  „Gætt verður sérstaklega að búum sem nýir ábúendur hafa tekið við eftir að greiðslan 2021 fór fram,“ segir í tilkynningunni.

Áburðarvísitalan hækkað um 93 prósent

„Áburðaverð hefur hækkað á síðustu misserum. Áburðarvísitala Alþjóðabankans hefur hækkað um 93% frá lokum síðasta áburðartímabils, m.a. vegna hækkunar á jarðgasi og COVID-tengdum framboðsáhrifum. Áætluð hækkun hérlendis frá síðasta ári er um 87% samkvæmt mati Hagstofunnar fyrir verðlagsgrundvöll kúabús,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Haft er eftir Svandísi að með þessum aðgerðum komið til móts við bændur og þá erfiðu stöðu sem þeir standa frammi fyrir. Við höfum lagt áherslu á að fjármunirnir skili sér sem fyrst til bænda og á sem einfaldastan hátt. Með þessari útfærslu náum við því fram. Við höfum átt gott samstarf við Bændasamtökin vegna málsins,“ segir Svandís.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...