Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stuðningsgreiðslur til bænda staðfestar
Mynd / Bbl
Fréttir 19. maí 2020

Stuðningsgreiðslur til bænda staðfestar

Höfundur: Ritstjórn

Þrjár ákvarðanir Matvælastofnunar um stuðningsgreiðslur til bænda, sem kærðar voru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, hafa verið staðfestar af ráðuneytinu. 

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að úrskurðirnir tengist allir Búnaðarstofu Matvælastofnunar en hún var lögð niður í lok árs 2019 og verkefni hennar færð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

„Matvælastofnun synjaði sauðfjárbónda á Norðurlandi um sérstakan svæðisbundinn stuðning.

Samkvæmt gildandi reglugerð var eitt af skilyrðum þess að geta fengið slíkan stuðning að bóndi ætti 300 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri skv. haustskýrslu næstliðið haust.  Kærandi uppfyllti ekki þetta skilyrði. 

Kærandi benti þá á að skv. reglugerðinni gilti sérregla um bændur í Árneshreppi á Ströndum en þeim dugði að eiga 100 vetrarfóðraðar kindur.  Taldi hann sig búa á sambærilegu afskekktu svæði og ætti þar af leiðandi að eiga sama rétt.  Matvælastofnun taldi sig hins vegar ekki hafa heimild til að fara út fyrir heimildir reglugerðarinnar og á það féllst ráðuneytið.

Nýliðunarstuðningur fyrir kúabú

Hjón sem ráku saman kúabú sóttu um nýliðunarstuðning. Við mat umsókna aðila í sambúð fór stigagjöf fram skv. vinnureglum stofnunarinnar þar sem ákveðnir þættir eru metnir sameiginlega en aðrir á einstaklingsgrundvelli. Við mat einstaklinga miðar stuðningurinn við þann sem fær fleiri stig.  

Hjónin kröfðust þess hins vegar að styrkleikar beggja umsækjenda yrðu metnir samanlagt sem hefði leitt til hærri greiðslu. Ráðuneytið féllst hins vegar á afgreiðslu Matvælastofnunar.

Stuðningsbætur til sauðfjárbænda vegna kjaraskerðingar

Eigendaskipti urðu á bújörð haustið 2017. Í janúar 2019 tók gildi reglugerð um sérstakar stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda til að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda á árinu 2018 fyrir dilkakjötsframleiðslu ársins 2017.

Matvælastofnun greiddi hinum nýju eigendum þessar stuðningsgreiðslur en fyrri eigendur jarðarinnar töldu sig eiga rétt á þeim. Þeir uppfylltu hins vegar ekki það skilyrði reglugerðarinnar þegar reglugerðin var sett að vera skráðir eigendur umrædds lögbýlis og ráku ekki sauðfjárbú þar.  Reglugerðin gerði ekki ráð fyrir að fullnægjandi væri að kærendur hafi uppfyllt skilyrði áður en til úthlutunar kom sem kærendur gerðu vissulega hluta árs 2017. Afgreiðsla Matvælastofnunar var því staðfest,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...