Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað
Mynd / BBL
Fréttir 22. ágúst 2018

Stuðningsgreiðslur til 277 sauðfjárbænda frestast því vorbókum var ekki skilað

Höfundur: smh

Matvælastofnun hafði ekki borist vorbækur í Fjárvís frá 277 sauðfjárbændum þann 20. ágúst, sem þýðir að þeir munu ekki fá stuðningsgreiðslur til sín greiddar þann 1. september.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 séu skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.

Matvælastofnun, sem sér um stuðningsgreiðslurnar fyrir ríkið, ber því að fresta greiðslum til þeirra bænda sem ekki skiluðu vorbókunum.

Frestast fram í október þegar vorbókum hefur verið skilað

„Þessi fjöldi kemur verulega á óvart í ljósi þess að skilafresti var frestað um mánuð frá fyrra ári til að gefa bændum rýmri tíma til að ganga frá skýrsluhaldinu, sem og auðvitað að þetta mun þýða frestun á stuðningsgreiðslum.

Næsta útgreiðsla stuðningsgreiðslna er 1. október, sem er þá síðasta greiðsla til sauðfjárbænda á þessu ári, en sauðfjárbændur fengu greiddar nóvember og desember greiðslur fyrirfram fyrr á árinu í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt. Þeir bændur sem höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma fá septembergreiðslu greidda í október þegar þeir hafa skilað inn vorbókinni,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...