Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt
Mynd / VH
Fréttir 16. apríl 2020

Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt

Höfundur: Ritstjórn

Flýta á stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Þannig verða þeim greiðslum sem átti að greiða út 1. september og 1. október 2020 flýtt til 1. maí og 1. júní. Þetta er einkum gert til að mæta vandamálum þeirra bænda sem stunda aðra starfsemi einnig, eins og ferðaþjónustu.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerðina sem flýtir þessum stuðningsgreiðslum. Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er haft eftir ráðherra að ákvörðun um þetta sé tekin eftir yfirlegu síðustu vikna þar sem leiða hefur verið leitað til að lágmarka neikvæð áhrif COVID-19 á bæði landbúnað og sjávarútveg. „Með þessari breytingu erum við að koma sérstaklega til móts við sauðfjárbændur og reyna að milda höggið sem veiran hefur á starfsemi sauðfjárbænda um allt land,“ segir Kristján.

Í tilkynningunni kemur fram að ráðherra hafi falið framkvæmdanefnd búvörusamninga að leita leiða til að færa til fjármuni innan ársins 2020, í samræmi við gildandi búvörusamninga, til að koma sérstaklega á móts við innlenda matvælaframleiðslu sem glímir nú við tímabundna erfiðleika. Ein tillaga nefndarinnar hafi verið sú sem nú kemur til framkæmda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...