Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri kannaði andlega heilsu bænda.
Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri kannaði andlega heilsu bænda.
Mynd / Úr safni
Fréttir 26. febrúar 2024

Streita plagar bændur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýverið var lokið við rannsókn á líðan bænda. Þar kemur fram að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu séu algengari hjá bændum, samanborið við aðrar stéttir.

Helstu niðurstöður eru þær að bændur upplifa að jafnaði meiri einkenni streitu og þunglyndis en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Þá eru hlutfallslíkur bænda á að flokkast með alvarleg einkenni þunglyndis og streitu samanborið við eðlileg einkenni þunglyndis og streitu hærri en hjá samanburðarhópnum. Einnig sáust vísbendingar um að bændur sem hafi áform um flutninga eða atvinnuskipti upplifi meiri einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en þeir bændur sem hafi engin slík áform.

Alltaf mikið að gera

Í rannsókninni var seigla íslenskra bænda metin en ekki er hægt að segja til um hvort hún sé meiri eða minni en annarra út frá þessari könnun einni og sér. Hins vegar virðist meðalskor bænda á seiglukvarðanum heldur lágt í samanburði við meðalskor sem komið hafa fram í öðrum rannsóknum þar sem sami kvarði er notaður. Vinnuaðstæður bænda voru skoðaðar með tilliti til vinnuálags. Þar sást að stór hluti bænda telji sig oft eða alltaf hafa of mikið að gera og er hlutfallið hærra en hjá samanburðarhópum. Þá telji bændur vinnuálagið ójafnara og að þeir þurfi að vinna á miklum hraða.

Fyrsta könnun af þessu tagi

Rannsóknin var unnin upp úr netkönnun sem lögð var fyrir félagsmenn í Bændasamtökum Íslands. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann rannsóknina eftir að hafa hlotið til þess styrk úr Byggðarannsóknarsjóði. Niðurstöður netkönnunarinnar voru bornar saman við rannsóknina Heilsa og líðan Íslendinga frá 2022, sem embætti Landlæknis stendur fyrir á fimm ára fresti. Þetta er í fyrsta skipti sem könnun af þessu tagi er framkvæmd meðal bænda og því ekki hægt að draga ályktanir um þróun andlegrar heilsu stéttarinnar.

Rannsóknina leiddi Bára Elísabet Dagsdóttir hjá RHA, en samstarfsaðilar voru Bændasamtök Íslands og Gísli Kort Kristófersson hjá Háskólanum á Akureyri. Frá þessu var greint á heimasíðu RHA, en þar er jafnframt hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...