Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Straumlínulögun leyfisveitinga
Fréttir 26. febrúar 2024

Straumlínulögun leyfisveitinga

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo var kjörinn formaður landeldisbænda á nýafstöðnum deildarfundi.

Hann er búinn að vera starfandi formaður frá því síðasta sumar, eftir að Þorvaldur Arnarsson steig til hliðar úr því embætti. Bjarki segir að eitt af fyrstu verkefnum stjórnar landeldisbænda verði að halda áfram samtali við stjórnvöld varðandi straumlínulögun á umsóknarferlum hjá hinu opinbera. Verkefnin séu mjög háð leyfisveitingum og efla þurfi viðeigandi stofnanir til að tryggja eðlilega málsmeðferð og að afgreiðslutími
dragist ekki úr hófi.

Þá standi yfir vinna í matvælaráðuneytinu að nýjum
heildarlögum um fiskeldi á hafi og landi. Ráðuneytið hafi kallað eftir samtali við hagaðila, sem landeldisbændur muni vinna í samstarfi við BÍ. Jafnframt hefur deildin áhuga á að hefja samtal við háskólana þar sem uppbyggingin í greininni kalli eftir faglærðu fólki.

Landeldi hafi verið stundað í tugi ára með góðum árangri, en sú framleiðsla hafi verið á tiltölulega litlum skala. Bjarki segir að nú sé greinin í miklum vexti og áform fyrirtækja sýna að landeldi hafi alla burði til að verða einn af burðarstólpum útflutnings á Íslandi.

Deild landeldisbænda sé að hefja sitt annað starfsár og sé mikill stuðningur fyrir nýja búgrein að geta leitað til samtakanna með hin ýmsu mál. Með Bjarka í stjórn eru Stefán Ágústsson frá First Water og Lárus Ásgeirsson frá Laxey.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...