Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Straumerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 13. desember 2023

Straumerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Straumerla er flækingsfugl sem berst hingað líklega frá Vestur-Evrópu. Nokkrar þeirra hafa glatt fuglaskoðara núna í nóvember. Hún er náskyld maríuerlu sem við þekkjum svo vel. Hún er svipuð að stærð og maríuerla nema með styttri fætur og lengra stél. Straumerlan hefur síðan þennan áberandi gula lit á neðri hluta búksins eða alveg frá háls/brjósti, niður kvið og síðu alveg aftur að stéli. Þær eru ekki alveg eins félagslyndar við okkur mannfólkið og maríuerlan. Þeir fuglar sem finnast hér geta verið nokkuð styggir. Þær leita helst á staði þar sem er að finna straumvatn með grýttum bökkum eða eyrum þar sem þær leita sér af æti, gjarnar er skógur eða trjálundur í nágrenninu. Þar sem þær verpa gera þær sér hreiður í sprungum eða holum í klettum en einnig er ekki óalgengt að þær verpi í holum eða sprungum í mannvirkjum nærri straumvatni lík brúm eða veggjum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...