Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Verkefni á vegum Sterkari Stranda leiða til aukinnar fjölbreytni í atvinnulífi
og bættra lífsgæða á svæðinu. Frá Hólmavík.
Verkefni á vegum Sterkari Stranda leiða til aukinnar fjölbreytni í atvinnulífi og bættra lífsgæða á svæðinu. Frá Hólmavík.
Mynd / Markaðsstofa Vestfjarða
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atvinnulíf.

Lokið er sérstöku átaksverkefni á Ströndum, Sterkar Strandir, en það hófst árið 2020 og hafði að markmiði að stöðva áframhaldandi fólksfækkun, styrkja innviði, efla atvinnulíf og byggja upp stolt og sjálfbært samfélag á Ströndum. Var verkefnið hluti af Brothættum byggðum, áætlun Byggðastofnunar til að styðja við byggðarlög sem standa höllum fæti.

Í lokaskýrslu segir að verkefnið hafi lagt „grunn að mikilvægum breytingum og stuðlað að varnarsigrum á svæði sem hefur lengi glímt við fólksfækkun og veikingu innviða. Þátttaka íbúa og frumkvæði heimamanna voru lykilatriði í þeim árangri sem náðist. Það er þó ljóst að meginmarkmiðið – að sporna við fólksfækkun – náðist ekki, en verkefnið náði að hægja á fækkuninni og skapa forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu.“

Bætt lífsgæði á svæðinu Íbúar

Strandabyggðar voru 421 í lok árs 2024, samanborið við 436 í upphafi verkefnisins árið 2020. Þrátt fyrir fækkun eru tölurnar sagðar sýna ákveðinn stöðugleika miðað við þróun undanfarinna ára.

Mikil vinna var lögð í að reyna að styrkja innviði. Þó að ekki hafi náðst að ljúka sumum verkefnum er tekið fram í skýrslunni að grunnur hafi verið lagður að áframhaldandi þróun. Alls voru veittir 73 styrkir til frumkvæðisverkefna úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda á verkefnistímabilinu og heildarupphæðin nam 73.020.000 krónum. Vinnu við þessi verkefni mun að mestu lokið.

Íbúaþing var haldið í upphafi verkefnisins og skoðanakönnun gerð í lok þess. Þykir verkefnið hafa valdeflt íbúa. Verkefni eins og nýsköpun í matvælavinnslu, uppbygging menningarverkefna og efling ferðaþjónustu eru sögð hafa leitt til aukinnar fjölbreytni í atvinnulífi og bættra lífsgæða á svæðinu.

Áfram verður haldið

„Lokun Hólmadrangs árið 2023 var reiðarslag sem reyndi á þol og úthald samfélagsins, en aðgerðir til að mæta því, eins og stofnun Vilja – nýrrar fiskvinnslu, sýna hvernig samstaða og útsjónarsemi íbúa getur umbreytt áskorunum í tækifæri. Verkefnið náði miklum árangri gegnum sitt framlag til að sækja byggðakvóta, koma á Strandanefndinni, aðstoð við frumkvöðla, og koma á jarðhitaleit, svo eitthvað sé nefnt,“ segir enn fremur í lokaskýrslu.

Strandabyggð hefur nú tekið við keflinu og mun leiða verkefnið áfram, þrátt fyrir að því sé lokið af hálfu Byggðastofnunar.

Skylt efni: Strandir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f